Þjóðmál - 01.09.2016, Blaðsíða 49
ORKUMÁL
Bjarni Jónsson
Svarta gullið kvatt
Ágrip orkuumræðunnar undanfarið:
Skuldbindingarfyrir íslands hönd á Parísar-
ráðstefnunni í desember 2015 um viðbrögð
jarðarbúa við hlýnun jarðar af mannavöldum
verður að taka alvarlega, og þær hljóta að
marka orkustefnu landsins fram til 2030
hið minnsta, þegar landsmenn eiga að hafa
dregið úr losun sinni á gróðurhúsalofttegund-
um um 40% m.v. árið 1990. í útreikningum
á þessari losun er stóriðju, millilandaflugi
og millilandasiglingum sleppt, því að þessar
greinar falla undir sameiginleg markmið EES-
landanna.
Ofangreint markmið er metnaðarfullt, og því
verður ekki með góðu móti unnt að ná, nema
með stórfelldri eflingu skógræktarog land-
græðslu til mótvægis við losun gróðurhúsa-
lofttegunda, og með því að draga úr notkun
svarta gullsins, jarðolíunnar, og afurða
þess. Sjálfbærar orkulindir verða að hlaupa
í skarðið, því að nútíma þjóðfélag er háð
mikilli orkunotkun. Verðugt lokamarkmið er
að leysa alla olíubrennslu af hólmi 2050.
Þar kemur rafmagnið til skjalanna með
einum eða öðrum hætti, hvort sem það
verður nýtt beinttil að knýja hin margvíslegu
tæki, eða það verður nýtt til að framleiða
eldsneyti á vélbúnað.
Lögmál rafmagnsfræðinnar voru fyrst leidd
út árið 1831 af enska vísindamanninum
Michael Faraday, og einum mannsaldri síðar,
um 1860, hófst hagnýting þess í Evrópu og í
Norður-Ameríku. Hagnýting þess breiddist
hratt út um heiminn í kjölfarið, enda um
eina byltingarkenndustu uppgötvun manns-
andans að ræða fyrir daglegt líf manna.
Til íslands barst þessi tækni ekki almenni-
lega fyrr en á Heimastjórnarárunum á fyrsta
áratugi 20. aldarinnar, enda átti annars konar
atvinnubylting sér stað á íslandi 1860-1900,
þar sem var vélvæðing í landi, t.d. í
hvalstöðvunum, og á sjó með vélvæðingu
þilskipaútgerðar. Árið 1876 markaði tímamót
í atvinnusögunni hérlendis, því að það ár
var lokaár landbúnaðarins sem stærstu
útflutningsatvinnugreinarinnar, en við tók
sjávarútvegurinn, sem hélt því sæti í um 130
ár, er iðnaðurinn tók forystu í vöruútflutningi,
og ferðaþjónustan er frá 2015 í toppsæti
gjaldeyrisöflunar.11
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 47