Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 17
að deila út fjármunum úr sameiginlegum
sjóðum hafa sterkan hvata til þess að gera
það í síauknum mæli, sér í lagi þegar stutt er
í kosningar. Hagsmunir skattgreiðenda eru
jafnframt dreifðir og léttvægir fyrir hvern
og einn og sjá þeir því ekki mikinn hag í því
að þindast samtökum um að þerjast gegn
auknum ríkisafskiptum, á meðan hagsmunir
hinna fáu sem eiga sérhagsmuna að gæta og
njóta góðs af ríkisafskiptunum eru miklir og
þess virði að þerjast fyrir. Stjórnmálamenn
vilja auðvitað forðast það að fá slíka sérhags-
munahópa upp á móti sér. Afleiðingin verður
sú að þeir leyfa ríkinu að þenjast út, án nokk-
urrar mótspyrnu.
Á sama hátt er oft sagt að frelsið glatist
sjaldnast í einu lagi, heldur hægt og í smáum
skrefum. Leiðin frá frelsi til ánauðar saman-
stendur af mörgum litlum skrefum sem öll
virðast gerð í göfugum tilgangi, þó svo að
fáir sætti sig við áfangastaðinn. Af þessum
ástæðum þarf frjálslynt fólk ávallt að vera á
varðbergi þegar viðraðar eru hugmyndir um
aukin afskipti og útgjöld hins opinbera, sama
hversu smávægilegar þær kunna að hljóma.
Markaðurinn er ekki
fullkominn - ríkið því síður
Talsmenn ríkisafskipta halda því statt og
stöðugt fram að markaðurinn sé ekki full-
kominn. Ríkið þurfi því að láta til sín taka
og laga þá„bresti" sem þareraðfinna. Það
er vitaskuld rétt að markaðurinn er ekki
fullkominn, rétt eins og önnur mannanna
verk, en ríkisvaldið er að sama skapi fjarri
því að vera fullkomið og raunar mun fjærri
því en markaðurinn. Því er oft haldið fram
að um leið og lög og reglugerðir hafa verið
settar hverfi allar meinsemdir markaðarins
eins og dögg fyrir sólu en kostir hans haldist
undir tryggri leiðsögn velviljaðra embættis-
manna. Lausnin sé einfaldlega að sníða
agnúana af markaðinum með opinberum
afskiptum. En jafnvel þótt embættismenn
séu alliraf vilja gerðirtil þess að vinna að
almannahagsmunum og láta ekki undan
þrýstingi sérhagsmunaafla, þá skortir þá
það aðhald sem frjáls samkeppni á frjálsum
markaði veitir mönnum. Hvatarnir eru ekki
þeir sömu í ríkisrekstri og einkarekstri. Frjáls
markaður byggist á tilraunastarfsemi. Austur-
ríski hagfræðingurinn Joseph A. Schumpeter
lýsti því sem svo að þar færi fram það sem
hann kallaði„skapandi eyðilegging" þar
sem fyrirtæki færu reglulega í gjaldþrot og
ný tækju við. Það sem væri skapað væri ný
tækni, nýjar aðferðir og nýjar hugmyndir.
Það sem væri eyðilagt væri það gamla.
Fyrirtæki geta auðvitað farið illa að ráði sínu
og endað í gjaldþroti. Það er eðlilegt í öllum
fyrirtækjarekstri. Vonin um hagnað drífur
menn áfram og gefurtil kynna að reksturinn
sé arðbær, að spurn sé eftir þeirri vöru eða
þjónustu sem boðið er upp á, en tapið bendir
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 15