Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 9
Aðeins níu dagar liðu frá
formlegu framboði Sigurðar
Inga þartil hann sigraði
Sigmund Davíð í forn-
mannskjöri sunnudaginn
2. október í Háskólabíói.
Hann var kjörinn formaður
Framsóknarflokksins með 370
atkvæðum, 52,7% greiddra
atkvæða. Sigmundur Davíð
hlaut 329 atkvæði 46,8%
greiddra atkvæða.
Forsíða Fréttabtaðsins með dramatískri ijós-
mynd Antons Brink: Sigmundur Davíð yftrgefur
flokksþing Framsóknarfiokksins, eftirað tilkynnt
hafði verið að hann hefði ekki náð endurkjöri.
gerður útlægur en sneri aftur og laut loks í
lægra haldi við Waterloo.
III.
Sigurður Ingi greindi ekki frá formannsfram-
boði sínu fyrr en föstudaginn 23. septem-
ber. Valdi hann daginn til þess að ekki yrði
óeðlileg spenna í loftinu á kjördæmaþingi
flokksins í suðurkjördæmi daginn eftir. Þar
gaf hann kost á sér í fyrsta sæti listans og
hlaut 100% atkvæða.
f viðtali við Vísi sagði hann ákvörðunina
hafa verið sér erfiða þrátt fyrir ólgu innan
flokksins um forustuna og formanninn. Hann
hefði orðið fyrir þrýstingi og áskorunum og
þætti sér„eðlilegast að hleypa þessari ólgu
út með þeim lýðræðislega hætti að setja það
í hendurnar á flokksmönnum á flokksþingi".
Hann gengi ekki á bak orða sinna við SDG
með framboði sínu, hann hefði lagt sig mikið
fram um að verja SDG„og skapa honum
svigrúm og að koma í veg fyrir að það yrðu
fylkingar innan Framsóknarflokksins".
Það hefði tekist vel, ekki hefði verið
sjálfgefið að búa til þá stöðu að þingið og
ríkisstjórnin gætu„klárað mörg og mikil-
væg mál sem skipta máli fyrir land og þjóð".
Síðustu vikur hefði „kristallast" að ekki væri
„samstaða innan flokksins um formanninn".
Aðeins níu dagar liðu frá formlegu fram-
boði Sigurðar Inga þartil hann sigraði
Sigmund Davíð í formannskjöri sunnudaginn
2. október í Háskólabíói. Hann var kjörinn
formaður Framsóknarflokksins með 370
atkvæðum, 52,7% greiddra atkvæða. Sig-
mundur Davíð hlaut 329 atkvæði 46,8%
greiddra atkvæða. Eygló Harðardóttir,
fráfarandi ritari flokksins, dró framboð sitt til
varaformanns til baka. Lilja D. Alfreðsdóttir
utanríkisráðherra var kjörin varaformaður
með 392 atkvæðum eða 95,8% af 402 gildum
atkvæðum í kosningunni.
Á alla kvarða sýnir Sigurður Ingi verulegan
pólitískan styrk. Sigmundur Davíð yfirgaf
flokksþingið á meðan Sigurður Ingi flutti
þakkarræðu sína og sinnti ekki ósk nýkjörins
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 7