Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 90

Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 90
Einhverra hluta vegna hefur ekki tekist að fá þessu breytt í frjálsræðisátt, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með menntamálaráðuneytið á sinni könnu í nær tvo áratugi. námsbóka fyrir grunnskóla. Og þar sem einkaframtakið er ekki þar, er mjög veikur grundvöllur til útgáfu hjá bókaútgáfum til kennsluefnis í framhaldsskólum. Raunar hefur sú útgáfa nánast lagst af. Allir sjá hversu óheppilegt þetta fyrirkomulag er og hve ósanngjarnt það er í garð sjálfstæðra bóka- útgáfa. Einhverra hluta vegna hefur ekki tekist að fá þessu breytt í frjálsræðisátt, þrátt fyrirað Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með menntamálaráðuneytið á sinni könnu í nær tvo áratugi. Ríkisútgáfa hljóðbóka Hitt atriðið sem Jónas kom inn á snýr að útgáfu hljóðbóka. Ríkisútgáfa hljóðbóka, Hljóðbókasafnið, erfyrirbæri sem áður hét Blindrabókasafn íslands. Starfsemi þess er lögleg en engu að síður á mörkum hins sið- lega. í grunninn gengur starfsemin út á að taka útgefin verk og lesa þau inn á hljóðskrár sem síðar eru sendar„viðskiptavinum" safnsins. Þessar bækur, sem raunar eru flestar íslenskar skáldsögur og þýðingar sem gefnar eru út, eru teknar frá útgefendum endur- gjaldslaust og lesnar inn. Höfundar verkanna fá um 16 þúsund króna eingreiðslu þegar bækur þeirra eru valdar. Ekki er þó vitað hver færgreiðslu frá hljóðbókasafninu sem einnig lætur lesa inn Tekjur íslendinga sem Frjáls verslun gefur út. Auðvitað er enginn á móti því að bækur séu gerðar aðgengilegar blindum og sjón- skertum. Um það þarf ekki að deila. Mein- semdin liggur í því að hér á landi eru um tíu sinnum fleiri„meðlimir" hjá Hljóðbókasafninu en í sömu stofnun í Noregi, sé miðað við höfðatölu. Engin gögn eru til hér á landi sem sýna að hér séu hlutfallslega margfalt fleiri sem eiga við blindu, sjóndepurð eða mikla lestrarörðuleika að etja en annars staðar. Hljóðbókasafnið hefur þann hátt á að þegar bækur eru lesnar inn eru þær sendar í hljóðskrám sem hægt er að hala niður á opin svæði eða áframsenda að vild. Þannig geta hlauparar, sjómenn, vöruflutningabílstjórar og aðrir farið um með hljóðbækur í eyrunum. Hljóðbækur sem ríkið tekur, lætur lesa inn og gefur. Sagt er að íslendingafélög erlendis hafi opin svæði eða miðlægar skrár þar sem samlöndum gefst færi á að hala niður nýjustu hljóðbókunum. Talið er að söluhæstu höfundar landins, til dæmis Arnaldur Indriða- son og Yrsa Sigurðardóttir og útgefendur þeirra, verði árlega af sölu mörg þúsunda bóka vegna gjafadreifingar ríksisins á fram- leiðslu þeirra. Það er vitaskuld eitthvað mjög bogið við að ríkið geti tekið bækur, sett þær í annað snið og dreift um borg og bý. Að sjálfsögðu eru viðskiptavinirnir kátir með að fá hljóðbækurnar sínar frítt. Það sést meðal annars á því að Hljóðbókasafnið hefur unnið hin eftirsóttu verðlaun „þjónustu- stofnun ríkisins" nokkur síðustu ár. Það var eflaust þessi þjónustugleði sem varð til þess að leikarar lásu eina bók Almenna bóka- félagsins, íkraftisannfæringar, eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, inn á hjóðskrá á vegum safnsins. Það var gert jafnvel þó að áður hefði komið út sama hljóðbók hjá einkarekinni hljóðbókaútgáfu með prýði- legum lestri höfundar bókarinnar. í þessu liggur skýringin á því hvers vegna einkarekin hjóðbókaútgáfa hefur nú lognast útaf. Þær tvær einkareknu hljóðbókaútgáfur, sem reynt hafa fyrir sér á markaðnum, hafa nú báðar hætt starfsemi. Þær þrífast ekki í þessu umhverfi. Það er synd því að hljóðbókaútgáfa er sá angi bókaútgáfu sem vex einna hraðast í heiminum. Þannig er þessi markaður um 15% af heildar bókamarkaðinum í Svíþjóð. Hér er hann 0%, rétt eins og í námsbóka- útgáfunni. Samkvæmt þessu má ætla að Ríkið sé með um það bil 33-35% hlutdeild á íslenska bókamarkaðinum. Og er slík markaðs- hlutdeild ekki einsdæmi, en leita þarf þó til norðanverðs Kóreuskaga til að finna hærri hlutdeild. 88 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.