Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 64
Bjarni Jónsson bendir á að eigi síðar en á árabilinu 2030-2040 verði það tæknilega kieift og fjárhagslega hagkvæmtað
leysa risavélar skipanna með sína jarðefnaeldsneytisbrennslu afhólmi með öðrum orkugjöfum, sem kalla má sjálfbæra,
jafnvel með rafhreyflum og orku úr nýrri gerð rafgeyma.
á herskipi austur af Nýfundnalandi. Um þetta
leyti varð búsetubylting á íslandi, og íslend-
ingar voru að berjast til bjargálna í þéttbýli
eftir kröpp kjör í sveitum um aldir. Þá tóku
þeirfrumkvæði í nýtingu jarðhita, sem er
merkilegt framtak. Þarf ekki að orðlengja, að
vatnsveitan, fráveita til sjávar, rafveitan og
hitaveitan, hafa haft byltingarkennd áhrif til
hins betra á lífskjör og heilsufar, þ.e. lífsgæði
landsmanna.
Þannig hefur þróun orkunýtingar á íslandi
orðið með öðrum og sjálfbærari hætti en
víðast hvar annars staðar, þótt hún væri á
seinni skipunum. Skipting nýtingarfrum-
orkugjafa á íslandi á milli jarðefnaeldsneytis
og sjálfbærra orkulinda er í hlutföllunum
14% og 86%, sem er nokkurn veginn alveg
öfugt við það, sem algengt er erlendis um
þessar mundir.
Nýting frumorkugjafa á íslandi skiptist
þannig nokkurn veginn um þessar mundir:
• Jarðhiti:
• Vatnsorka:
• Jarðolía:
• Kol:
68%, aðallega lághiti til
húshitunarog háhiti til
raforkuvinnslu
18%, þar af yfir 4/5 ráðstafað
með langtímasamningum
12%, flotaolía, svartolía,
dísilolía, benzín, þotuelds-
neyti o.fl.
2%, aðallega til notkunar í
efnaferlum málmfram-
leiðslunnar
Kolum í iðnaðarframleiðslunni verður ekki
útrýmt án byltingar í framleiðsluferlunum
þar, sem ekki er útilokað, að verði á fyrri
helmingi 21. aldarinnar, t.d. með s.k. eðal-
skautum fyrir rafgreiningu súráls, sem er aðal-
62 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016