Þjóðmál - 01.09.2016, Blaðsíða 55
Tvenns konar efnisatriði standa upp úr
gagnrýni prófessorsins, og hefur höfundur
þessarar greinar iðulega viðrað áhyggjur
sínar af þeim báðum á vefsetri sínu6) á léni
Morgunblaðsins. Fyrra atriðið er rekstrar-
öryggi strengsins og gríðarlegttekjutap
ásamt beinum kostnaði, sem tíðar og/eða
langvinnar bilanir í strengnum geta leitt til,
og því miður er líklegt, að viðgerðir dragist
á langinn vegna vandkvæða við nákvæma
staðsetningu bilunar og hamlandi sjólags á
viðgerðarstað í Norður-Atlantshafi, en kyrrt
verður að vera í sjóinn í nokkra sólarhringa
samfellt fyrir viðgerðarskipið yfir bilunar-
staðnum. Næstu tilvísanir7) og 8) fjalla einmitt
um nýlega bilun í sæstreng, þar sem viðgerð
stóð yfir í 7-8 mánuði árið 2016. Lítum á
frásögn71:
„Basslink-sæstrengurinn milliTasmaníu og
Ástralíu var gangsettur í desember 2005
og hefur því verið í notkun liðlega 10 ár.
Basslink er 290 km að lengd og var lengsti
sæstrengur í heimi, þegar hann var lagður.
Strengurinn getur flutt 500 MW af raforku
fram og til baka, en allt að 630 MW frá
Tasmaníu til Ástralíu í fjórar klst í einu.
Kapalframleiðandinn er Prysmian Group á
Ítalíu.
Þann 16. desember2015 kom upp bilun
í strengnum, en hann er enn þá bilaður,
þegar þetta er skrifað, 30. maí 2016, eða
5,5 mánuðum síðar.8) Bilunin er 100 km
frá strönd Tasmaníu, á 80 m dýpi. Áætlanir
gera ráð fyrir, að sæstrengurinn komist
aftur í gagnið eftir viðgerð, sem á að
Ijúka fyrir mánaðamótin júní/júlí eða 6,5
mánuðum eftir bilun. Vetur er að ganga í
garð á suðurhveli jarðar, og hlýtur það að
vekja nokkurn ugg um, hvort þessar áætl-
anir muni standast. Viðgerðarskipið„lle de
Re" hefur legið í höfn síðustu þrjár vikur
til að bíða eftir kyrrum sjó, veðurglugga,
sem þarf að haldast í nokkra daga til að hægt
sé að Ijúka viðgerðinni. Þetta hefur þurft
að gera, þrátt fýrir að viðgerðarstaðurinn sé
í nokkuð góðu vari við eyjuna Flinders og
reyndarfleiri eyjar. Kapalskipið er nú loksins
komið aftur að bilanastaðnum. Kostnaður
Ástralía .
Basslink-sæstrengurinn er á milli Ástralíu og Tasmaníu og
Ástralíu. Strengurinn var gangsettur 2005 og er 290 km að
lengd. Hann var lengsti sæstrengur íheimi, þegar hann var
lagður.
við viðgerðarskipið er óheyrilegur og talinn
vera 10 milljónir íslenzkra króna á dag,
hvort sem viðgerðir eru stundaðar eða
skipið liggur í höfn."
Umrædd strengbilun var ekki vegna ytri
áverka af völdum akkeris, veiðarfæra eða
annars, heldur var um að ræða einangrunar-
bilun. Gangsetning eftir viðgerð tókst
brösuglega81. Það er hald manna, að Bass-
link hafi verið yfirlestaður í júlí 2015, þegar
Tassmaníubúar fengu hvað hæst verð fyrir
orkuna á markaði í Ástralíu. Strengurinn
er aðeins búinn að vera 10 ár í rekstri, en
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 53