Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 62

Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 62
lengst af undir miðgildinu, 99 USD/MWh, og eftir 2035 langt undir því. Það er þess vegna ekki á vísan að róa, enda erein af ályktunum skýrsluhöfundanna, að„verkefnið er ekki fjárhagslega tækt án stuðnings frá Bretum". Þetta þýðir, að einka- fjárfestar munu telja áhættuna of mikla við fjárfestingu í sæstrengnum og að þeir muni ekki verða til viðtals um slíkt án atbeina stjórnmálamanna, sem verða að draga úr fjárfestingaráhættunni, svo að verkefnið komist á koppinn. Næsta skref væri þannig, að íslenzkir ráðherrar mundu banka upp á í„White Hall" í Lundúnum hjá brezkum starfsbræðrum sínum til að fara fram á, að þeir skuldbindi brezka ríkissjóðinn til að greiða mismun markaðsverðs á Englandi og umsamins lágmarksverðs út af tengimann- virkjum á Skotlandi. Það er afar ósennilegt, að íslenzkir ráðherrar á næsta kjörtímabili muni geta sótt til þess styrk frá flokkum sínum að leggja í slíkan leiðangur, sem þyrfti af stjórnmálalegum ástæðum að njóta stuðn- ings Alþingis á formi þingsályktunartillögu. Af þessum ástæðum virðist Landsvirkjun með þetta steinbarn í maga sumra forkólfa fyrirtækisins hafa ratað í öngstræti með útgáfu Skýrslunnar, enda var undirbúningur fyrirtækisins aldrei beysinn. Af Skýrslunni má ráða, að sú raforkuvinnsla á íslandi, m.a. jarðgufuorka, vindorka og yfir- fallsorka í vatnsorkuverum, hugnist Bretum ekki alfarið, og kunna að vera á því þrjár skýringar. í fyrsta lagi séu þeir ekki sannfærðir um sjálfbærni jarðgufuveranna og getu þeirra til stöðugrar orkuafhendingar, þar sem óvíst sé um niðurdráttinn, sem rýrir aflgetuna með ófyrirséðum hætti. í öðru lagi skjóti skökku við að senda rafmagn frá vindorku- verum um sæstrenginn, þar sem hagkvæmara hljóti að vera fyrir England að setja þessi vindorkuver upp á Englandi með stuðningi úr brezka ríkissjóðinum, nær notendum, og í þriðja lagi sé aflgeta yfirfallsvirkjana á íslandi bundin við fáeinar vikur á ári, en Bretar kjósa eðlilega stöðuga aflafhendingu til sín til að geta lokað kolaorkuverum, sem nú framleiða grunnafl inn á kerfið. Jarðefnaeldsneyti leyst af hólmi á íslandi Rafmagnið hefur nýtzt á öllum sviðum þjóðlífsins í flestum löndum heims. Raf- magnsnotkun í MWh/íb er þó mjög mismikil, og hvergi er hún meiri en á íslandi vegna öflugs iðnaðar á sviði málmframleiðslu og matvælavinnslu. Mjögereinnig misjafnt, hverfrumorkan við raforkuvinnsluna er. Þar sem mikið er um fallvötn, t.d. í Suður-Ameríku, Sviss, Noregi, Svíþjóð og á íslandi, hefur fall- orka vatnsins verið virkjuð í miklum mæli. í öllum þessum löndum eru misstór miðlunar- lón til að jafna rennsli að virkjunum. Á botni miðlunarlónanna er í flestum tilvikum einhver gróður á botninum í upphafi, og þar myndast lengi vel gróðurhúsalofttegundin metan, en að öðru leyti menga vatnsorkuver ekki, en það gera aftur á móti jarðgufuverin. í Danmörku er hvorki vatnsföllum né háhita í jörðu til að dreifa, en Danir hafa reist margar vindmyllur, og þeir hafa breytt kolaknúnum og olíuknúnum varmaorkuverum sínum í gaskynt raforkuver. Hafa Danir þannig dregið úr mengun andrúmslofts og losun gróðurhúsalofttegunda. Þarsem kjarnorkan var virkjuð fyrir alvöru á seinni hluta 20. aldar, t.d. í Svíþjóð og Frakklandi, stóð hún lengi vel undir um helmingi raforkuvinnslunnar. Umhverfisvá hefur stafað frá kælivatninu, en gríðarlegur varmi losnar úr læðingi í kjarna-kljúfunum, og stundum hefur geislun mælzt í kælivatni, sem frá orkuverunum berst, en mikil og langvarandi geislavirkni er í úrgangi kjarnakljúfanna. í vestrænum ríkjum hefur kjarnorkan átt undir högg að sækja eftir kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan 2010 af völdum jarðskjálfta og flóð- bylgju af hafi í kjölfarið. Frakkar ætla t.d. að minnka hlutdeild kjarnorku í raforkuvinnslu úr 50% niður í 40% á næstu árum, og þýzka Sambandsþingið í Berlín hefur samþykkt að frumkvæði kanzlarans, Angelu Merkel, við angist og mótmæli þýzkra iðjuhölda, að þýzku kjarn-orkuverunum verði lokað eigi síðar en 2022. Raforkuverð í Þýzkalandi er nú þegar allhátt á evrópskan mælikvarða, þrátt 60 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.