Þjóðmál - 01.09.2016, Side 62

Þjóðmál - 01.09.2016, Side 62
lengst af undir miðgildinu, 99 USD/MWh, og eftir 2035 langt undir því. Það er þess vegna ekki á vísan að róa, enda erein af ályktunum skýrsluhöfundanna, að„verkefnið er ekki fjárhagslega tækt án stuðnings frá Bretum". Þetta þýðir, að einka- fjárfestar munu telja áhættuna of mikla við fjárfestingu í sæstrengnum og að þeir muni ekki verða til viðtals um slíkt án atbeina stjórnmálamanna, sem verða að draga úr fjárfestingaráhættunni, svo að verkefnið komist á koppinn. Næsta skref væri þannig, að íslenzkir ráðherrar mundu banka upp á í„White Hall" í Lundúnum hjá brezkum starfsbræðrum sínum til að fara fram á, að þeir skuldbindi brezka ríkissjóðinn til að greiða mismun markaðsverðs á Englandi og umsamins lágmarksverðs út af tengimann- virkjum á Skotlandi. Það er afar ósennilegt, að íslenzkir ráðherrar á næsta kjörtímabili muni geta sótt til þess styrk frá flokkum sínum að leggja í slíkan leiðangur, sem þyrfti af stjórnmálalegum ástæðum að njóta stuðn- ings Alþingis á formi þingsályktunartillögu. Af þessum ástæðum virðist Landsvirkjun með þetta steinbarn í maga sumra forkólfa fyrirtækisins hafa ratað í öngstræti með útgáfu Skýrslunnar, enda var undirbúningur fyrirtækisins aldrei beysinn. Af Skýrslunni má ráða, að sú raforkuvinnsla á íslandi, m.a. jarðgufuorka, vindorka og yfir- fallsorka í vatnsorkuverum, hugnist Bretum ekki alfarið, og kunna að vera á því þrjár skýringar. í fyrsta lagi séu þeir ekki sannfærðir um sjálfbærni jarðgufuveranna og getu þeirra til stöðugrar orkuafhendingar, þar sem óvíst sé um niðurdráttinn, sem rýrir aflgetuna með ófyrirséðum hætti. í öðru lagi skjóti skökku við að senda rafmagn frá vindorku- verum um sæstrenginn, þar sem hagkvæmara hljóti að vera fyrir England að setja þessi vindorkuver upp á Englandi með stuðningi úr brezka ríkissjóðinum, nær notendum, og í þriðja lagi sé aflgeta yfirfallsvirkjana á íslandi bundin við fáeinar vikur á ári, en Bretar kjósa eðlilega stöðuga aflafhendingu til sín til að geta lokað kolaorkuverum, sem nú framleiða grunnafl inn á kerfið. Jarðefnaeldsneyti leyst af hólmi á íslandi Rafmagnið hefur nýtzt á öllum sviðum þjóðlífsins í flestum löndum heims. Raf- magnsnotkun í MWh/íb er þó mjög mismikil, og hvergi er hún meiri en á íslandi vegna öflugs iðnaðar á sviði málmframleiðslu og matvælavinnslu. Mjögereinnig misjafnt, hverfrumorkan við raforkuvinnsluna er. Þar sem mikið er um fallvötn, t.d. í Suður-Ameríku, Sviss, Noregi, Svíþjóð og á íslandi, hefur fall- orka vatnsins verið virkjuð í miklum mæli. í öllum þessum löndum eru misstór miðlunar- lón til að jafna rennsli að virkjunum. Á botni miðlunarlónanna er í flestum tilvikum einhver gróður á botninum í upphafi, og þar myndast lengi vel gróðurhúsalofttegundin metan, en að öðru leyti menga vatnsorkuver ekki, en það gera aftur á móti jarðgufuverin. í Danmörku er hvorki vatnsföllum né háhita í jörðu til að dreifa, en Danir hafa reist margar vindmyllur, og þeir hafa breytt kolaknúnum og olíuknúnum varmaorkuverum sínum í gaskynt raforkuver. Hafa Danir þannig dregið úr mengun andrúmslofts og losun gróðurhúsalofttegunda. Þarsem kjarnorkan var virkjuð fyrir alvöru á seinni hluta 20. aldar, t.d. í Svíþjóð og Frakklandi, stóð hún lengi vel undir um helmingi raforkuvinnslunnar. Umhverfisvá hefur stafað frá kælivatninu, en gríðarlegur varmi losnar úr læðingi í kjarna-kljúfunum, og stundum hefur geislun mælzt í kælivatni, sem frá orkuverunum berst, en mikil og langvarandi geislavirkni er í úrgangi kjarnakljúfanna. í vestrænum ríkjum hefur kjarnorkan átt undir högg að sækja eftir kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan 2010 af völdum jarðskjálfta og flóð- bylgju af hafi í kjölfarið. Frakkar ætla t.d. að minnka hlutdeild kjarnorku í raforkuvinnslu úr 50% niður í 40% á næstu árum, og þýzka Sambandsþingið í Berlín hefur samþykkt að frumkvæði kanzlarans, Angelu Merkel, við angist og mótmæli þýzkra iðjuhölda, að þýzku kjarn-orkuverunum verði lokað eigi síðar en 2022. Raforkuverð í Þýzkalandi er nú þegar allhátt á evrópskan mælikvarða, þrátt 60 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.