Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Síða 16

Fiskifréttir - 21.09.1984, Síða 16
16 föstudagur 21. september Traust hf Rík áhersla er lögð á að bjóð heildarlausnir fyrir fiskvinnshina Traust h/f var stofnaö áriö 1978. Nú starfa hjá fyrirtækinu 25 starfsmenn. Frá upphafi hefur reksturinn samanstaðiö af verk- fræðistofu og verkstæði. Fram- leiðsla véla fyrir fiskiðnað hefur verið efst á baugi hjá fyrirtækinu, en það hefur einnig unnið að framleiðslu á vélum fyrir annan matvælaiðnað. Mikilvægur þáttur í starsemi Trausts h/f er hönnnun, þróun og framleiðsla eigin uppfinninga. Þá eru smiðaðar vélar sem ætlað er að leysa einstök vinnsluvandamál. Það hefur haft í för með sér, að hjá fyrirtækinu er þekking sem nýtist mjög vel við flesta fiskvinnslu. Á þeim 6 árum sem fyrirtækið □ TRAUSThf Sími 91-83655 Sjálfvirk _ saltdreifing Snigilmötun á salti í dreifikassa. Sérstakur umsöltun- arbúnaður, auöveld- ur og öruggur í notk- un. % Enginn mokstur • Spararerfiði • Spararvinnu £ Spararsalt • Sparartíma % Sparar húsrými • Eykur gæði • Eykur þrifnað Box 4413, Knarrarvogi 4 124 Reykjavík M “r WsmM .... hefur starfað hefur það aflað sér mikilvægrar reynslu, sem ætlað er að auka hagkvæmni í rekstri fisk- vinnslufyrirtækja. Þessar lausnir eru alla vega jafn góðar og hægt er að fá annars staðar og oft betri. Það er margt sem framleitt er hjá Traust h/f. Lausfrystitæki frá fyrirtækinu hafa farið víða á síð- ustu árum, en það fyrsta fór til Rækjuvinnslu Óskars Árnasonar í Sandgerði, en alls eru þau orðin 10. Það stærsta fyrir flök og afkast- ar það um 650 kg á klst. Fyrirtækið leggur ríka áherslu á að bjóða heildarlausnir við fisk- vinnsluna. Þannig eru innifalin í þeim öll færibönd og annar sá búnaður sem til þarf við vinnsluna. í sumum tilfellum þarf að smíða nýjar tegundir véla og til dæmis um það má nefna að á Hofsósi var sett upp s. 1. vetur hörpudisksverk- smiðja og eru allar vélar frá Traust h/h, þar á meðal hreinsivél fyrir hörpudisk. Með endurkomu loðnunnar hef- ur framleiðsla loðnuhrognatækja fengið byr undir báða vængi. Þau hafa aðallega verið flutt út til Noregs og í því sambandi er rétt að geta þess, að 30-40% framleið- slunnar árið 1983 voru flutt út. Meðal annarra nýjunga hjá Traust h/f má nefna saltdreifikerfi. Eitt slíkt kerfi hefur verið flutt til Nýfundnalands og sett þar upp og annað er á Bakkafirði. Þetta kerfi er þannig upp byggt, að saltinu er dreift með vél yfir fiskinn sem er í sérstökum brettum. Með notkun kerfisins hverfur allur saltmokstur. Þá má nefna að framleiðslu T rausts á færibandareimum úr ryð- fríu stáli og plasti. Þær eru meðal annars notaðar í lausfrystitæki sem • Þrautreyndar og þvo vel • Einföld sjálfvirk sápu- skömmtun • Einföld sjálfvirk hitastjórnun • Ódýrar vélar • .. Islensk framleiðsla......... fyrirtækið framleiðir. Þar eru mun sterkari en þær reimar sem nú eru notaðar í fiskstiga og þvottakör. Þá er ástæða til að geta um kassaþvottavélar fyrir 70 og 90 lítra fiskikassa. Afköst eru stillan- leg, 60-240 kassar á klukkustund. Sápuskömmtun er sjálfvirk. Þessi vél er sterk og margreynd. Við hana er hægt að fá kassalosunar- búnað sem losar og skilar kassan- um inn í þvottavélina. Nú eru í smíðum bakkaþvottavélar sem einnig þvo 70 og 90 lítra fiskikassa. í tengslum við rækjuvinnslu má nefna rækjuþvottavélar og rækj- udælur. Að lokum er rétt að geta um íshúðunartæki fyrir fiskblokk- ir. Afköstin eru 20-30 7 punda blokkir á mínútu. Þetta er ódýr og hagkvæm lausn í sambandi við íshúðun. Kassa- þvottavélar TRAUST h£ Sími 91-83655

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.