Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Side 24

Fiskifréttir - 21.09.1984, Side 24
24 föstudagur 21. september Básnúmerið okkar er E 34 Árið 1901 er talið að íbúar á Skagaströnd hafi verið 22 að tölu. Árið 1939 er Vindhælishreppi hin- um forna skipt upp og Höfða- hreppur stofnaður fyrir kauptúnið á Skagaströnd og næsta nágrenni þess. Nokkrum árum áður hafði höfnin á staðnum verið endurbætt nokkuð og síldarsöltun hafist í framhaldi af því. Árið 1940 voru íbúarHöfðahrepps orðnir315 alls. Eftir að nýsköpunarstjórnin kom til valda árið 1944 hófust miklar ráðagerðir um framtíð Skagastrandar. Var þá komið á fót stjórnskipaðri nefnd er hét ný- byggingarnefnd Höfðakaupstaðar og henni m. a. falið að koma upp skipulagðri byggð, atvinnufyrir- tækjum og veitum á staðnum. Síldarverksmiðja var reist á Skagaströnd á árunum 1945-1946. Var hún ein sú fullkomnasta hér- lendis og gat brætt 6-7 þúsund mál á sólarhring. Verksmiðjan varð aldrei sú lyftistöng er ætlað var því síldarleysisár fóru í hönd við Húnaflóa. Árið 1943 var Hólanes hf. stofnað og lét fyrirtækið reisa frystihús sem það hefur starfrækt síðan. Þá var á árinu 1947 stofnað Útgerðarfélag Höfðakaupstaðar og keypti það sama ár tvo 26 tonna báta. Á 5. áratugnum nær tvöfald- aðist íbúatala hreppsins og voru íbúarnir árið 1950 orðnir 617 talsins. Næstu tvo áratugi var stöðnun í atvinnulífi staðarins og var svo komið árið 1968 að íbúunum hafði fækkað niður í 503. Um það leyti byrjaði að rofa til í atvinnumálum. Hólanes hf. keypti frystihús Kaup- félags Skagstrendinga og var þá ekki lengur um að ræða samkeppni á milli tveggja húsa um takmark- aðan afla, auk þess sem endurbæt- ur hófust á húsnæði og vélum. Þá var nýtt útgerðarfélag, Skag- strendingur hf. stofnað sama ár. Upp úr 1970 tóku hjól atvinnu- lífsins að snúast örar og tók þá við mesta blómaskeið í atvinnusögu staðarins sem varað hefur óslitið fram á þennan dag. Árið 1970 hóf Trésmiðja Guðmundar Lárusson- ar hf. rekstur skipasmíðastöðvar. Árið 1972 voru síðan Rækjuvinnsl- an hf. og Saumastofan Víola hf. stofnuð. Starfa öll þessi fyrirtæki nú í dag af miklum krafti. Haustið 1973 kom til heima- hafnar nýr tæplega 500 lesta skuttogari, Arnar, sem Skag- strendingur hf. lét smíða í Japan. í staðinn voru seldir burt bátarn- ir Arnar og Örvar. Með komu hins nýja togara bötnuðu mjög öll skil- yrði til reksturs frystihússins Hóla- nes hf. Ýmislegt nýtt hefur gerst í at- vinnumálum staðarins sl. 10 ár. Rækjuvinnslan hf. flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði árið 1975 en síðan þá hafa rækjuveiðar stórauk- ist, sérstaklega þó á djúprækju allra síðustu árin. Nú eru gerðir út sex 20-70 lesta bátar sem aðallega stunda rækjuveiðar og að auki nokkrir smærri bátar. Þorskveiðar bátaflotans eru allnokkrar og einn- ig grásleppuveiði. Árið 1979 hóf- ust hörpudiskveiðar í nokkrum mæli, en þær höfðu verið smáar í sniðum fram að því. Fyrir nokkr- um árum fóru fram allmiklar endurbætur á síldarverksmiðju SR með loðnubræðslu í huga. Einnig var byggður nýlegur viðlegukantur í höfninni framan við verksmiðj- una. Síðustu árin hefur íbúatala stað- arins verið á bilinu 650-700 manns en breytileg milli ára. Fjölgun hefur verið allnokkur, eða að með- altali 1,4% á ári 1971-1983. Fjöldi starfandi fólks hefur verið 320-330 talsins en fjöldi ársverka u. þ. b. 250-260 alls. Um helmingur árs- verka er í sjávarútvegi og um helmingur í iðnaði, byggingar- starfsemi og þjónustugreinum, en sem dæmi um það hversu Skag- strendingar eru háðir sjávarútvegi má nefna að á árinu 1982 voru 68% allra launatekna íbúa staðar- ins úr sjávarútvegi. Hér að neðan verður greint frá nokkrum helstu atvinnufyrirtækj- um á Skagaströnd: Hólanes hf. framleiðir freðfisk, saltfisk og skreið og eru starfs- menn félagsins að jafnaði 75-100 talsins. Móttekið hráefni bolfisks undanfarin ár hefur verið u. þ. b. 4—5 þús. tonn á ári. Hluthafar í félaginu eru 41 tals- ins og flestir búsettir á Skaga- strönd. Núverandi stjórnarfor- maður er Sigurjón Guðbjartsson skipstjóri og framkvæmdastjóri Lárus Ægir Guðmundsson. Rækjuvinnslan hf. Rækjuvinnslan hf. hefur með höndum vinnslu rækju og hefur hún í seinni tíð verið unnin nær allan ársins hring, eftir að aukning varð á veiðum báta á djúpslóð. M er á vegum fyrirtækisins unn- inn hörpudiskur, sem er veiddur eingöngu í Húnaflóa og er veiði- tími hans frá septembermánuði til aprílmánaðar. Hörpudiskurinn hefur bæði verið seldur frystur og einnig fluttur út ísaður með flug- vélum og þá einkum til USA. Á árinu 1983 var móttekinn hörpu- disksafli fyrirtækisins 750 tonn en móttekinn rækjuafli undanfarin ár hefur yfirleitt verið 600-800 tonn á ári. Á næstu mánuðum hefst hjá fyrirtækinu niðursuða á rækju, hörpudiski og fleiri afurðum og eru bundnar vonir við að niðursuð- an efli enn starfsemi Rækjuvinnsl- unnar hf. Núverandi fram- kvæmdastjóri er Jón Jónsson. Saumastofan Víóla hf. Saumastofan Víóla var stofnuð af einkaaðilum árið 1972 en var á árinu 1977 breytt í almennings- hlutafélag í eigu um 60 aðila á Skagaströnd. í fyrirtækinu er saumaður ullarfatnaður úr prjón- aðri voð frá Pólarprjón hf. á Blönduósi og starfa þar að jafnaði 12-14 manns. Núverandi stjórnarformaður er Ingibjörg H. Kristinsdóttir og framkvæmdastjóri Guðmundur H. Sigurðsson. Skagstrendingur hf. Útgerðarfélagið Skagstrendingur hf. var stofnað í árslok 1968. í byrjun árs 1969 keypti það 187 lesta bát, Arnar, og í árslok 1970 223 lesta bát, Örvar. Bæði þessi skip reyndust vel og færðu mikið hráefni á land svo nokkuð stöðug vinna skapaðist við vinnslu aflans í landi. Eftir að skuttogarinn Arn- ar kom á árinu 1973 hefur heyrt til undantekninga að frystihúsið hafi skort hráefni. Plastprent h£.: Veítum alhliða umbúða- og pökkunarþjónustu — segir Garðar Sverrisson framkvæmdastjóri Síðast en ekki síst veitir Plast- prent umbúðaráðgjöf. Við spurðum Garðar að því í hverju sú ráðgjöf væri fólgin. Sagði hann að á umliðnum 25 árum sem fyrirtækið hefði starfað hefði það aflað sér mikillar þekk- ingar og nyti nú trausts í íslensku atvinnulífi sem umbúðaráðgjafi. Ennfremur hefði það samvinnu við marga erlenda pökkunarvéla- framleiðendur og stæði þjónusta allra þessara aðila viðskiptavinum fyrirtækisins til boða. Varðandi starafssemina al- mennt sagði Garðar að nú störfuðu við fyrirtækið um 100 manns og væri framleiðslan á bilinu 2000- 2500 tonn. Um 25% af framleiðslu fyrirtækisins væri beint fyrir sjáva- arútveginn. „Fyrirtækið leggur áherslu á vönduð vinnubrögð og góða þjónustu og hefur því staðið undir trausti viðskiptavina sinna. Kjörorð okkar er gæði - öryggi - þjónusta“, sagði hann að lokum. Pess má geta að fyrirtækið sýnir á bás nr A4 á Sjavarútvegssýning- unni. Þegar talað er um umbúðafram- leiðslu á íslandi skýtur fljótlega upp í hugann orðinu Plastprent. Oriðið er nafn á fyrirtæki sem allir kannast við og til margra ára hefur verið leiðandi í framleiðslu um- búða á íslandi og þá nær eingöngu plastumbúða. Plastprent hefur ekki látð sitt eftir liggja í umbúða- framleiðslu fyrir sjávarútveginn og er nú verulegur hluti af framleiðslu fyrirtækisins notaður til að pakka hinum ýmsu fiskafurðum sem sendar eru héðan um allan heim. Til að kynna fyrir lesendum hvaða vörur Plastprent hf fram- leiðir fyrir sjávarútveginn og hvaða þjónustu fyrirtækið veitir honum lögðum við leið okkar í aðalstöðvar fyrirtækisins sem eru við Höfðabakka í reykjavík. Garðar Sverrisson er tæknilegur framkvæmdastjóri fyrirtækisins og var hann fyrst spurður í hverju þjónusta Plastprents við sjávarút- veginn væri fólgin. „Fyrst má nefna að við framleið- um svokallaða krumpufilmu sem reynst hefur mjög hagkvæm lausn samanborið við eldri aðferðir. Þá höfum við á boðstólum sérstaka krumpufilmu fyrir frystiiðnaðinn sem nefnd er FRIC filma. Pessi filma er nýjung hjá okkur og eru helstu kostir hennar þeir að hún hefur mjög hrjúft yfirborð sem gerir það að verkum að hún er mjög stöm og vex viðnarhsstuðull hennar í frosti og bleytu. Pessir eiginleikar filmunnar nýtast til fulls í frystiiðnaðinum. Við framleiðum einnig allar hugsanlegar gerðir plastpoka og plastarka jafnt áprentaða sem óáprentaða fyrir sjávarútveginn. Petta höfum við gert í 26 ár og ætíð fullnægt hinum ströngustu gæða- kröfum í viðskiptalöndum okkar. Pá má nefna að Plastprent hf er að hefja framleiðslu á vacum pokum sem mikið eru notaðir við geymslu á ferskum matvælum“. Að sögn Garðars hefur fyrirtæk- ið ekki gleymt þeim mikiivæga þætti sem flutningar á vörum frá landinu eru. Plastprent býðir því upp á tvenns konar möguleika við að ganga frá vörum í flutningum sem eru bretahettur og strekki- filma. Þessar leiðir hafa báðar reynst hagkvæmar og skila vörunni heilli í höfn.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.