Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Qupperneq 36

Fiskifréttir - 21.09.1984, Qupperneq 36
36 föstudagur 21. september Þakka aflamælinum að við náðum trolllínu — segir Þráinn Kristjánsson skipstjóri á Otri Við vorum staddir á blálönguslóð, suður af Vestmannaeyjum, að toga á ca. 320 faðma dýpi, er við misstum trollið, ásamt öðrum hler- anum og 400 föðmum af vír. Þar sem við misstum trollið er brattur kantur, en ágætis botn. Reyndum við ekki að slæða trollið upp, vegna þess að það var vitlaust veður. Komum við aftur ca. 2 1/2 sólarhring seinna, snemma morguns. Fengum við strax send- ingu frá Scanmar aflamæli, sem var á trollinu, þegar við misstum það. Um hádegisbilið húkkuðum við í trollið, en er við höfðum híft það nokkuð áleiðis upp, misstum við trollið aftur. Létum við það þá eiga sig og toguðum nokkur höl. Héldum við síðan aftur á staðinn. En nú fengum við sendingu frá Scanmar aflamælinum á allt öðrum stað. Keyrðum við fram og til baka og afmörkuðum svæði, eftir send- ingum frá aflamælinum. Náðum við síðan að húkka í trollið á 340-350 faðma dýpi. Það er enginn efi í mínum huga, að aflamælirinn átti stóran þátt í því að við náðum trollinu aftur. Með hjálp hans, sáum við að trollið hafði færst til, eftir að við höfðum náð að húkka í það og farið á meira dýpi. Að öðru leyti erum við mjög ánægðir með tækið og er það mikils virði fyrir okkur, að geta séð á aflamælinum, hvort við erum að draga í fiski eða ekki. Nú getum við verið að toga í engu lóði og séð að þar er engann fisk að fá. Fjárfestingin í tækinu hefur vafa- laust skilað sér nú þegar. Orkusparnaður- þinn hagur Á markað hér er komið nýtt eldsneytissparandi efni, „TUR- BOLON“. Turbolon ólíkt flestum eldsneytissparandi efnum, er að- eins sett einu sinni saman við smurolíu vélar og dugir sú meðferð í mörg ár. Slitfletir véla líta út fyrir að vera sléttir og felldir þegar mannlegt auga horfir á þá, en ef slitfletirnir eru stækkaðir upp kemur í ljós óslétt landslag, með holum. Holur þessar fylklast fljótt upp með óhreinindum og málmflísum, sem gerir það að verkum að vélin á erfiðar með gang og slit eykst. Turbolan hefur að geyma ör- eindir sem fylla þessar holur, eftir að Turbolan hefur hreinsað slit- flötinn. Turbolan myndar þannig sléttan slitflöt. Petta gerist með því að setja Turbolan saman við smurolíuna (3-5% af magni smurolíunnar) og byrjar það að hreinsa slitfletina og verja þá fyrir tæringu. Turbolan myndar síðan órjúfanlega húð og binst húðin saman við málminn. Turbolan myndar þannig slétta slithúð á málminn inn í vélinni. Þessi húð minnkar til muna nún- ingsmótstöðu sem aftur á móti gerir það að verkum að vélin gengur mun léttar en áður. Þar af leiðandi næst eldsneytissparnaður allt að 2-8%, minni smurolíunotk- un, þýðari gangur, lægra hitastig á vélinni, og minna slit. Turbolon er hægt að nota á allar gerðir véla, bíla, skipa eða flug- véla. Alls staðar þar sem það er æskilegt að minnka slit og núnings- mótstöðu. Turbolon var fundið upp í Texas fyrir mörgum árum. Var það í fyrstu eingöngu notað til að minnka núningsmótstöðu í hinum ýmsum vopnum, svo sem byssum. Nokkru seinna prufaði uppfinn- ingarmaðurinn að setja Turbolon á vélina í bíl sínum og Turbolon var fætt. Turbolon fékk árið 1978 gullverðlaun á heimssýningu í Genf, sem besta efnafræðilega nýj- ung ársins. Umboðsaðili fyrir Turbolon á íslandi er ísmar hf., Rafeinda- þjónusta, Borgartúni 29, 105 Reykjavík. Símar 29744 og 29767. 'RAYTHEONJ RAYNAV 750 TÖLVULORAN C — alsjálfvirkur — 20 mismunandi atriði m.a. 50 minni sjálfvirkur truflanafilterar rek- og komuaðvörun o.fl. o.fl. HAGSTÆTT VERÐ OG KJÖR. Rafeindaþjónustan ÍSMMl hl Borgartún 29, 105 Reykjavik símar: 29767 og 29744 Scanmar veið- arfærastýring Scanmar a/s hóf árið 1982 fram- leiðslu á þráðlausum veiðarfæra- stýringum. í ársbyrjun 1983 var þessi búnaður settur til prufu í 5 íslensk skip. í dag er þessi búnaður kominn í um 60 skip hérlendis. Scanmar veiðarfærastýringin gefur skipstjórnarmönnum kost á að fylgjast nánar með veiðarfær- inu. Veiðarfærastýringin er búnað- ur til móttöku á þráðlausum upp- lýsingum frá nemum, sem staðsett- ir eru á veiðarfærum, t. d. um dýpi, sökk og hífingarhraða, sjá- varhita, aflamagn, höfuðlínuhæð frá botni og fjarlægð á milli væng- enda eða hlera. Upplýsingarnar eru fluttar með háþróaðri neðan- sjávar hljóðtækni frá nemunum, til hljóðnema (botnstykkis), sem staðsettur er undir skipinu og það- an til aflesturstækis í brú. Hægt er að taka við upplýsingum frá allt að fjórum nemum í senn. Sveigjanleg uppbygging tækisins gerir það að verkum, að menn geta aðlagað tækið þeim veiðiskap, sem þeir stunda hverju sinni. Hægt er að byrja með einn nema og bæta nemum síðan við eftir þörfum. Eftirfarandi nemar eru fáanlegir í dag: Aflamagnsnemi, sendir upplýs- ingar upp í aflesturstækið, sem hefur annars vegar gult ljós, sem segir að samband sé við nemana og að enginn fiskur er kominn í trollið og hins vegar rautt ljós, sem segir að fiskur er kominn að þeim stað, sem þeir eru staðsettir á trollpokanum. Aflamagnsnemar hafa einnig sýnt mönnum hvar og hvenær fiskur kemur í trollið, þannig að menn geta snúið við og farið aftur yfir þá staði, sem gáfu fisk. Hitanemi, gefur upplýsingar um hitastig sjávar, þar sem veiðarfær- ið er og þar af leiðandi eykur möguleikana á að finna þau hita- skil, sem fiskur heldur sig í. Dýpisnemi, gefur upplýsingar um dýpi á veiðarfærum, miðað við yfirborð, einnig sökk og hífing- arhraða. Á hringnót er neminn settur á snurpuvírinn um miðja nót og er þá hægt að fylgjast með því hve nótin sekkur djúpt og hve hratt. Einnig er hægt að nota dýpisnemann á flottroll, til að fylgjast með dýpinu á því og hreyf- ingar þess upp og niður. Höfuðlínuhæðarnemi, gefur upplýsingar um hæð höfuðlínu frá botni með nákvæmni upp á 1/10 úr faðmi. Með þessum upplýsingum getur skipstj órnarmaður stýrt höfuðlínuhæð með hraða skipsins og víralengd. Fjarlægðarnemi, mælir fjarlægð á milli vængenda eða hlera. Er hann væntanlegur á markað fyrri hluta ársins 1985. Þegar þessi nemi er kominn, ásamt öllum hinum, fær skip- stjórnarmaðurinn ómetanlegar upplýsingar um veiðarfærið. Nemarnir eru mjög sterkbyggðir og gerðir til að þola mikið hnjask. Einnig er í þeim innbyggðar raf- hlöður, sem ekki þarf að skipta um, heldur eru þær hlaðnar upp í nemunum, með sérstökum hleðslutækjum. Ending á hleðslu rafhlaðnanna er misjöfn, eftir því hvaða nema er um að ræða. Hleðsla aflanema endist í 7-8 daga. Hleðsla dýpis- og hitanema end- ist í 24 tíma. Hleðsla höfuðlínuhæðarnema endist í 30 tíma. Eftir fulla notkun þarf að hlaða nemana ca. 12 tíma. Hægt er að fá mismunandi gerð- ir botnstykkja, eftir því hvaða veiðarfæri er um að ræða. Einnig er möguleiki að nota sónar til móttöku á merkjum. Aflesturstækið, sem staðsett er í brúnni, er mjög einfalt í notkun og eru til fjórar gerðir, 4001 til 4004, eftir því hvaða nemar eru notaðir. Einnig er hægt að láta tækið gefa dýpis- eða hitaaðvörun með hljóðmerki og er þá tækið forstillt inn á viðeigandi aðvörunarmörk. Reynslan af Scanmar veiðarfæra- stýringu hér á íslandi hefur sýnt það og sannað, að hér er um að ræða fjárfestingu, sem fljót er að skila sér aftur. Nýr dýptarmælir frá Raytheon Fyrirtækið Raytheon Marine Co. hefur nýlega sent á markað nýja gerð litadýptarmælis, sem nefnist V-900. V-900 litdýptarmælirinn sýnir mynd á skermi í átta litum og sjálfur er skermurinn átta tommur að stærð. Þá er hægt að læsa mynd á skerminum og eins er hægt að fá svokallaða „zoom-stækkun.“ V-900 litadýptarmælirinn sendir út 1.800 plúsa á mínútu, sem þýðir að mynd á skermi er mjög skýr. Mynd á skermi endurnýjast þrjátíu sinnum á sekúndu, sem er nær því tvisvar sinnum oftar en á flestum öðrum dýptarmælum. Ein af nýjungum Raytheon V- 900 er sjálfvirk sendiorka, það er dýptarmælirinn ákveður sjálfur sendiorkuna eftir því á hvaða dýpi er verið að nota hann. Þetta þýðir aftur að mynd á skermi er ávallt eins, en á mörgum öðrum dýptar- mælum virkar myndin dekkri eftir því sem dýpi eykst. V-900 dýptarmælirinn er hægt að fá með 200 kHz, 75 kHz eða 50 kHz sendi. Hámarksdýptarsvið er 440 faðmar (50 kHz), 330 faðmar (75 kHz) og 165 faðmar (200 kHz). Þyngd dýptarmælisins er 14 kíló, án sendis. Umboð fyrir Raytheon Marine hefur ísmar hf., Borgartúni 29, Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.