Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Side 38

Fiskifréttir - 21.09.1984, Side 38
38 föstudagur 21. september Er skipið þitt óstöðugt? Stöðugleikatölva £yrir skip Nýtt frá Wesmar Nú hefur Wesmar komið með eina nýjungina enn, en það er stöðug- leikatölva, sem reiknar stanslaust út stöðugleika skipa. Eins og allir vita er stöðugleiki skipa mikið öryggisatriði og hefur verið mikið til umræðu nú í seinni tíð. Ýmis atriði geta haft áhrif á stöðugleika skipa, eins og t. d. ísing, yfirhleðsla á vörum eða veiðarfærum, ásamt minnkandi olíu um borð. Það sem tölvan gerir, er að reikna stöðugt út svokallað GM (sjá útskýringu) og lætur skipstjórnarmenn vita, ef skipið nálgast óstöðugleikapunkt og hefur hann þá tíma til að breyta hleðslu skipsins, tímanlega, áður en óhapp verður. GM er mæling á þyngdarstöðug- leika skipsins, þ. e. lóðrétt fjar- lægð milli þyngdarpunkts og velti- punkts. Ýmsir fróðleiksmolar um Fritz Wright björgunargalla: Föt þessi eru úr efni sem heitir neoprene. Það er það efni sem gefur fötunum floteiginleika sína. Föt þessi eru þurrföt. Fötin koma í þar til gerðum poka, appelsínu- gulum að lit. Á poka þessum standa eftirfarandi upplýsingar. Fritz Wright björgunarföt. Full- orðinsstærð (passar öllum). 1. Takið fötin úr pokanum. 2. Farið í fötin eins og um sam- festing sé að ræða. 3. Dragið hettu yfir höfuðið. 4. Rennið rennilás hægt og jafnt upp. 5. Blásið flothring upp þegar komið er í sjóinn. 6. Fötin eru úr eldþolnu efni. Við viljum benda á eftirfarandi: 1. Þegar fötin þarf að taka í einum grænum úr pokanum, er nóg að grípa í handfang á botni pokans og rykkja snöggt í, þá losna smellurnar og fötin detta út. 2. Hettu skal draga vel yfir höfuðið, helst þannig að allt hár sé innundir henni. 3. Áríðandi er að vera vel klæddur innan undir ef slys ber að höndum. Það lengir líflíkur í mjög köldum sjó. 4. Einnig er gott að vera sæmi- lega mettur, allavega að hafa sem mest vökvamagn í líkam- anum. 5. Til að minnka hitatap í gegn- um fötin er æskilegt að menn séu í einum hnapp í sjónum, helst þannig að menn liggi með höfuð og hluta af baki upp að brjósti næsta manns. 6. Örþreyta minnkar lífslíkur talsvert. Það að synda í sjón- um er talið stytta lífstíma um ca. 35% á móti því að liggja hreyfingarlaus. 7. Hægt er að klæða sig í fötin eftir að komið er í sjóinn. Er það gert með því að láta fötin í sjóinn og leggjast síðan ofan á þau og hægt og sígandi smokra sér ofan í þau. Þetta er eflaust ekki hægt, ef öldu- gangur er einhver. 8. Á fötunum er flauta sem ætl- uð er til að menn geti látið heyra í sér. Einnig er á þeim ljós, sem kveikt er á, með því að kippa í handfang á raf- hlöðu og fjarlægja það. Kviknar þá á ljósinu ef raf- hlaðan kemst í sjó. Endist rafhlaðan í 8 tíma. 9. Fötin fljóta jafnvel, þó þau fyllist af sjó. En kæling líkam- ans verður að sjálfsögðu hrað- ari. 10. Þegar stokkið er í sjóinn er rétt að hafa fætur krosslagða. Er talið að menn fari þá ekki eins djúpt niður og annars. Varast skal að stinga sér með höfuðið á undan. Er þá hætta á að lappir fljóti upp og höfuð snúi niður. Á fótunum eru öriggisventlar á hælum. sem hleypa lofti út, ef menn snúa 11. Það er ætlast til þess að menn fari í fötin eins og þeir eru klæddir og í skóm. Þetta á að sjálfsögðu ekki við ef: menn eru í sjógalla. 12. Við teljum að menn eigi að æfa sig að fara í fötin við góð skilyrði í landi og einnig í vondu veðri á rúmsjó. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að Árið 1965 kynntu Wesmar fyrstir allra fjölgeisla sónar og hafa þeir síðan verið stöðugt að þróa þetta tæki. í dag er Wesmar með fjölgeisla litasónar, sem er með níu liti. Örtölvutækni er notuð til að greina styrkleika torfunnar sem verið er að skoða og breytir henni í allt að átta mismunandi liti, sem koma fram sem stöðug mynd á skj ánum. í hverju horni skjásins koma fram tölulegar upplýsingar, t. d. um stöðu botnbúnaðarins, hvort hann er uppi eða niðri, hvaða skali er notaður, halli á spegli frá +4°til -90°, lægð og dýpi á torfu. Fjarlægð og dýpi á torfu er fengið með því að setja lausan hring yfir þá torfu sem verið er að skoða, þá reiknar tölva út lárétta fjarlægð á torfuna og dýpi á henni, út frá halla spegilsins. Á skánum kemur fram 360° mynd, sem er alveg stöðug, en breytist við hverjasendingu. Hægt er að minnka myndina allt niður í 15° geira og er hægt að hafa hann hvar sem er í hringnum. Þegar kveikt er á tækinu (són- arnum) fer fram prófun á öllum einingum hans og kemur það fram á skjánum og getur notandinn þá séð hvort allt er í lagi. menn prufir að fara ís jóinn í fötunum, t. d. í höfninni. 13. Athugið að fötin geta komið að góðum notum við fleiri tækifæri en í sjávarháska. Til dæmis, ef maður fellur útbyrð- is, geta menn óhikað hent sér í fötum á eftir honum. Einnig skal aldrei fara á milli skipa á rúmsjó öðruvís en í björgun- arfötum. 14. Það er mjög áríðandi að selta og önnur óhreinindi séu þveg- in af björgunarfötunum strax eftir notkun, með því að sprauta fersku vatni á þau. Ef olía eða óhreinindi koma á fötin, skal þvo það af með sápuvatni. Þerra skal fötin vel áður en þau eru sett í pokann, jafnt utan sem innan. Tæknilegar upplýsingar: Senditíðni: 60kHz Sendiorka 1/1: 1500W Sendiorka 1/10: 150 W Púlslengd: 0.2ms til 2.5ms Botnstykkisgeisli: 9x14° Skalar: 30, 60, 100, 150, 200, 300, 500, 800, 1200, 1600m. Þessi sónar er mjög hentugur í minni skip, bæði til síldveiða með hringnót og einnig á togveiðar, til að sjá botnlagið. Reikna má með inestu lang- drægni um lOOOm við góð skilyrði. í Noregi voru seld yfir 90 tæki árið 1983. Verð á Wesmar SS270 fjölgeisla sónar er í dag ca. 320.000 kr. Umboðið fyrir Wesmar sónar hefur ísmar hf., Rafeindaþjón- usta, Borgartúni 29, 105 Reykja- vík, símar 29744 og 29767. Lokað sjónvarpskerfi fyrir skip og frystihús. Þetta kerfi hefur möguleika á að sýna mynd frá einni eða fjórum myndavélum samtímis á skerminn. Hægt er að fá mismunandi myndavélar, bæði fyrir litla og mikla birtu og einnig sjálfvirka, fyrir breytilega birtu. Vatnsþétt og upphituð hús, fyrir myndavélarnar, er einnig hægt að fá. Mjög hagstætt verð. Öll verð i is- lenskum krónum - á tolla og söluskatts, (gengi 28/8) 1. Scanmar veiðarfærastýring Frá kr. 250.000- 2. Raytheon Raynav 750 loran . . . til 600.000,- 50.500,- 3. Raytheon/JRC litavideoplotter .... - 132.000,- 4. Raytheon/JRC segulband við plotter . - 75.000,- 5. Raytheon 1200,12 sjómílna dagsbirtu ratsjá . 66.000,- 6. Raytheon 2500, lósjómílna dagsbirturatsjá . 77.500,- 7. Raytheon 3200, 32ja sjómilna ratsjá . - 88.500,- 8. Laus hringur og radaraðvörun — 14.000,- 9. Raytheon Ray 400 útikallkerfi, með einu gjallarhorni . . 14.950,- 10. Gjallarhorn . — 2.650,- 11. Raytheon DC-50 dýptarmælir, með 50 kHz botnstykki 20.000,- 12. Raytheon V-900 litadýptarmælir fyrir minni báta, 50 kHz botnstykki 68.000,- 13. JMC-FX 240 veðurkortaritari _ 71.000,- 14. Fitz Wright björgunarföt, samþykkt af Siglingarmálastofnun. Yfir 50 stk. þegar seld 11.680,- 15. Wesmar SS 270 fjölgeislasónar, 60 kHz, lOOOm langdrægni 337.000,- 16. Wesmar SC^44 Stability Computer, með prentara 144.000,- 17. Wesmar AP 800 sjálfstýring - 39.800,- 18. Optik-Elektronic myndkerfi: - Video monitor 12“ 9.450,- - Quad selector 4QNG-1A — 9.9975,- - VC 654 10 lux myndavél - 4.940,- - 8mm linsa - 1.330,- - VC 673 1 lux myndavél — 16.200,- - Upphitað hús fyrir myndavélar . . . - 3.600,- 19. -25mm linsa, með sjálfvirkri birtustillingu .... Ben vegmælir, án aflesturstækis .... - 5.670,- 43.000,-

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.