Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Page 57

Fiskifréttir - 21.09.1984, Page 57
föstudagur 21. september 57 Meka hf Neka ht. hugar að útflutningi „MEKA h/f er verkfræðifyrirtæki. Við höfum unnið mikið sem ráð- gefandi verkfræðingar og þá meðal annars fyrir fiskiðnaðinn,“ sagði Elías Gunnarsson verkfræðingur í samtali við Fiskifréttir. „En nú höfum við eiginlega breytt aðeins um stefnu og erum farnir mikið út í að skipuleggja, hanna og sjá um smíði á heildar- vinnslukerfum í fiskiðnaði. Við erum í sambandi við fjórar ágætar vélsmiðjur, Vélsmiðju Heiðars, Vélsmiðju Sigurðar H. Pórðarson- ar, Listsmiðjuna og Stálvinnsl- una,“ sagði Elías. Elías sagði að þeir byðu heildar- kerfi og fyrirtækið hefur þegar selt kerfi á þessum grundvelli. Peir bjóða innmötunarvélar, snyrtilín- ur, færibönd og pökkunarlínur. Um er að ræða allar gerðir heildar- lausna fyrir fiskiðnað. „Mig langar að minnast sérstak- lega á,“ sagði Elías, „að við erum með tölvustýringu á innmötun og bakkaflutningi. Pað er nýjung á íslandi og við verðum með slíkan stýribúnað á sjávarútvegssýning- unni í Laugardalshöll." Fyrirtækið hefur ekki einskorð- að sig við fiskvinnsluna, heldur hefur það til dæmis unnið mikið fyrir sælgætis- og efnaiðnaðinn. Pá má ekki gleyma fiskimjölsfram- leiðslunni. í því sambandi býður MEKA h/f einstaka þætti og eins heildarlausnir eins og fyrr hefur verið greint frá. „Pað má segja, að þegar hús- næði er komið fyrir þá fiskvinnslu, sem verið er að setja á stofn, getum við tekið við og lagt til öll tæki sem til þarf. Sé til dæmis um að ræða frystihús, getur verið um að ræða alla þætti frá móttöku, (3 O o FRETTIR Höfðabakka 9, 110 Reykjavik Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að Fiskifréttum □ Nafn: Nafnnúmer Heimilisfang Póstnúmer sími fyrir flökunarsal, vinnslusal, frysti- tæki og til úrgangsvinnslu." „Við gerum tilboð í allt sem til þarf,“ sagði Elías. Aðspurður um hvort næg verkefni væru fyrir hendi, kvað hann já við. Þeir væru bjartsýnir og um þessar mundir væru þeir farnir að leiða hugann að útflutningi. Þannig kvað hann fyrirtækið meðal annars hafa selt heildarlausnir til írlands. MEKA býður aðstoð við fjár- mögnun og tryggir hagstæð greiðslukjör. Og með því að selja heildarlausnir eru meiri möguleik- ar á fjármögnun og lánafyrir- greiðslu. „Við veitum nánari upplýsingar á skrifstofu okkar á Laugavegi 170—172 í Reykjavík,“ sagði Elías Gunnarsson verkfræðingur að lokum. Má setja ófrímerkt í póst FISKIFRÉTTIR PÓSTHÓLF 10120 110 REYKJAVÍK BETRIMEDFERD AUKIN GÆÐI* DC RÍKISMAT nb SJÁVARAFURÐA HANDBRAGÐ ÞITT SKIPTIR MÁLI L_

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.