Fiskifréttir


Fiskifréttir - 21.09.1984, Side 58

Fiskifréttir - 21.09.1984, Side 58
58 föstudagur 21. september Fiski FRÉTTIR Útgefandi: Fiskifréttir hf. Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórleifur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Inga Birna Dungal. Ritstjórn og auglýsingar: Höfðabakki 9, 130 Reykjavík sími 91-687066. Pósthólf 10120-130 Setning og prentun Prentsmiðjan Edda Áskriftarverð 150 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Mesti sýningarviöburður á Islandi Sjávarútvegssýningin „lcelandic Fisheries ’84“ er ein- hver mesti sýningarviöburður sem verið hefur á íslandi. Ekki fer milli mála að sýningin er sú langstærsta sem haldin hefur verið hér á landi. Þá er þetta í fyrsta sinn, sem stór alþjóðleg vörusýning hefur verið haldin hérlendis. Þegar ákveðið var að halda sjávarútvegssýninguna á íslandi var rætt um litla sýningu, en fljótlega kom í Ijós, að áhuginn fyrir sýningunni var hreint stórkostlegur um allan heim. Varð því að gera sérstakar ráðstafanir til þess, að stækka sýningarsvæði innandyra, enda er sýningin á stærð við særstu sjávarútvegssýningar sem haldnar eru í heiminum. Stærð sýningarinnar sýnir best hvert álit erlendir framleiðendur hafa á íslenska markaðnum og hversu mikilvægan þeir telja hann. Þá hefur áhugi útgerðar- manna og skipstjóra og manna er starfa í fiskvinnslu erlendis verið hreint með ólíkindum og heimsækir mikill fjöldi manna sýninguna. Það sem vekur kannski hvað mesta athygli á þessari sýningu erframleiðsla íslenskrafyrirtækjafyrirsjávarút- veginn. Breiddin í framleiðslu véla og tækjabúnaðar fyrir sjávarútveg er orðin mjög mikil hérlendis og reyndar hreint stórkostlegt ef það er haft í huga og flest hafa fyrirtækin farið inn á þessa framleiðslu á síðustu árum. Mörg þessara fyrirtækja hafa áður tekið þátt í sýningum sem þessari, en flest hafa ekki gert það. Á þessari sýningu munu því mörg íslensk fyrirtæki öðlast ákveðna reynslu í hvernig á að taka þátt í sýningum, ná sambandi við tilvonandi sem eldri viðskiptamenn og vonandi munu fyrirtækin bera ríkan hlut frá borði hvert á sínu sviði. Erlendir gestir á þessari sýningu skipta hundruðum og íslendingar geta stoltir sýnt þeim hversu langt þeir eru komnir á sviði sjávarútvegs. Við erum þar enn með forystuhlutverk sem ekki má glata, við verðum frekar að auka það. Það þarf frekar að auka það, í þeirri miklu samkeppni sem nú ríkir. Vonandi tekst sjávarútvegssýningin eins og til er ætlast. Skipuleggjendur sýningarinnar hafa ákveðið að gera sjávarútvegssýningu að vissum viðburði á íslandi og væntanlega verður þá næsta sýning að þrem árum liðnum. M SIGNODE SJÁLFVIRKAR BINDIVÉLAR SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA @ Sjávarafurðadeild SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI28200 SAMÁBYRGDIN tekst á hendur eftirfarandi: FYRIR UTGERÐARMENN: Skipatryggingar, Ábyrgðartryggingar útgerð- armanna, Slysatryggingar sjomanna, Far- angurstryggingar skipshafna, Afla- og veiðar- færatryggingar, Endurtryggingar fiskiskipa undir 100 rúmlestum, Rekstur Aldurs- lagasjóðs fiskiskipa. FYRIR SKIPASMÍÐASTÖÐVAR Ábyrgðartryggingar vegna skipaviðgerða, Nýbyggingatryggingar. Skrifstofa Samábyrgðarinnar og eftirtaldir umboðsmenn vorir veita allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi tryggingar þessar og taka á móti tryggingarbeiðnum: Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta, Reykjavík Bátatrygging Breiðafjarðar, Stykkishólmi Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga, ísafirði Vélbátatrygging Eyjafjarðar, Akureyri Skipatrvgging Austfjarða, Neskaupstað Vélbátatrygging Reykjaness, Keflavík Sími 81400 — Símnefni: Samábyrgð — Lágmúla 9 — Reykjavík

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.