Þjóðmál - 01.06.2017, Side 68
66 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017
Um hvað hefur ósættið verið? Að greinin
hafi aðlagast breyttum aðstæðum með
hagræðingu, sameiningum, tæknivæðingu,
umhverfisvitund, nýsköpun og framsækni
sem skilað hefur arðbærum rekstri vegna
íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins og
þeirra aðila sem starfa innan þess? Er ósættið
virkilega vegna þess að greinin hefur eitt
sjávarútvegskerfa innan OECD skilað til sam-
félagsins í formi skatta og gjalda en þiggur
ekki niðurgreiðslur frá samborgurum sínum?
Mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnvalda
á hverjum tíma er að hlúa að þeim jarðvegi
sem greinin starfar í og tryggja að gjald-
heimtan endurspegli gengi greinarinnar
í heild á hverjum tíma, en ekki að gjald-
heimtan ráðist af huglægum tilfinningarö-
kum um hvað einum finnst að annar ætti að
geta borgað. Gjaldheimta má ekki ráðast af
slagorðum og fullyrðingum. Þeir sem með
völdin fara, á hverjum tíma, verða að átta
sig á því að of mikið er í húfi. Störf þúsunda
manna og kvenna um allt land, afkoma
sveitarfélaga og milljarða fjárfestingar í fram-
leiðslutækjum og skipum er undir. Ábyrgðin
er mikil.
Í tengslum við þetta vil ég aðeins fara yfir
hvernig umræðan hefur farið út og suður
sl. vikur varðandi fiskveiðistjórnunarkerfið. Í
ljósi frétta af aðgerðum HB Granda á Akranesi
hafa ýmsir stokkið til og talað um aukið gjald
á greinina, byggðafestu kvóta, hugmyndir
um uppboðsleiðir og annað þar eftir götu-
num – og hefur umræðan oft á tíðum ekki
verið í neinu samhengi við raunveruleikann.
En hver er raunverulega staðan? Lítum
á staðreyndir málsins. Akranes er líklega
sá staður, sem mest hefur notið þess m.v.
höfðatölu, hvernig íslenskur sjávarútvegur
hefur tekið framförum í tækni, fjárfestingu
og arðbærari nýtingu á auðlindum sjávar.
Á Akranesi hefur byggst upp þekkingar-
fyrirtækið Skaginn, með 170 starfsmenn,
sem einmitt byggir á því að íslenskur sjá-
varútvegur er að fjárfesta til framtíðar og í
framtíðinni.
Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að
úthrópa HB Granda fyrir að standa ekki við
samfélagslegar skuldbindingar og stuðla
ekki að byggðafestu. Hvernig í ósköpunum
er hægt að komast að þessari niðurstöðu
Í byrjun sumars bættist við í íslenska skipaflotann Sólberg ÓF 1, í eigu útgerðarfélagsins Ramma ehf. Sólberg er eitt
glæsilegasta og tæknilegasta frystiskip í Norður Atlantshafi. Um er að ræða sex milljarða króna fjárfesting sem skilar
70 hátekjustörfum í samfélagið í Fjallabyggð.