Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.06.2001, Page 9

Fiskifréttir - 08.06.2001, Page 9
FISKIFRÉTTIR 8. júní 2001 9 Texti: Sigurgeir Jónsson dóttur, í Vestmannaeyjum og við höfðum eignast soninn Jónas þegar ég útskrifaðist. Hjá Viggý kom ekkert annað til greina en að setjast að í Vestmannaeyjum og sjálfur hafði ég svo sem ekkert á móti því, mér hafði alltaf líkað ágætlega þar og hvergi voru meiri möguleikar fyrir mann með mína menntun. Ég segi reyndar alltaf að konan hafi farið með mig til Vestmannaeyja. Börnin eru sex, Jónas elstur, þá Stella, Guðmundur, Viktoría, Fann- ey og Bryndís." Gísli H. Jónasson, skipstjóri á ís- leifi IV, handhafl Ingólfsstangar- innar á sjóniannadag 1965 fyrir mest aflaverðmæti Vestmanna- eyjabáta. ir, menn sem síðar áttu eftir að star- fa hjá FAO. Ég var spenntur fyrir þessu en hugsaði svo sem ekki mikið um það eftir að fundinum lauk og fór aftur heim til Eyja. Daginn eftir var ég staddur um borð í Viðey, sem ég var með fyrir Einar Sigurðsson, og við vorum að græja á troll, þegar Hilmar Krist- jónsson birtist allt í einu á bryggj- unni og sagðist eiga við mig erindi. Ég spurði hann hvort hann vildi ekki bara koma heim í hádegismat með mér og hann samþykkti það með einu skilyrði. í matinn yrði að vera soðin ýsa og skyr á eftir. Ég Lokin eru farin að afskrúfast! Hvenœr byrjaðir þú þína skip- stjórn ? „Ég var stýrimaður um nokkurt skeið, lengst af á Ofeigi hjá Óla en haustið 1963 tók ég við skipstjórn á Halkion á síldveiðum við Suðurland. Eftir það úthald fór ég aft- ur sem stýrimaður á Ófeig, var svo með Hugin á síld sumarið 1964, með Kóp um haustið og tók svo við Akurey á vertíðinni 1965. Það sama vor tók ég síðan við ís- leifi IV. Þarna var maður til sjós með mörgum góðum, skemmtileg- um og eflirminnileg- um körlum. Margir þeirra eru nú horfnir yfir móðuna miklu, þeirra á meðal Sig- urður Gissurarson, Siggi Giss, sem var einstaklega orðheppinn maður og tjáði oft skoðanir sínar á skemmtilegan hátt. Einhverju sinni vorum við á sfld við Jan Mayen. Síldin var stygg og erfitt við hana að eiga og við vorum búnir að fara marga hringi kringum torfu með pokann úti, karlarnir búnir að vera klárir á dekki ábyggilega hálftíma eða lengur. Ég þóttist sjá að Sigga væri farið leiðast að norpa þarna frammi á aðgerðalaus allan þennan tíma, nema allt í einu þreif hann stóran lykil og byrjaði að herða lokin á áfyllingaropunum á vatns- tönkunum. Ég kallaði til hans og spurði hvað hann væri eiginlega að gera og ekki stóð á svarinu frekar en fyrri daginn hjá Sigga: - Þú ert búinn að fara svo marga hringi að Gísli, pokamaður á Jóni Baldvinssyni, árið 1952. Á Jóni Baldvinssyni, á góðviðrisdegi við Grænland árið 1952. lokin eru farin að afskrúfast og full þörf á að herða þau áður en þau detta alveg af! Svona var Siggi, yfirleitt tókst honum að koma sínum skoðunum á framfæri á þann hátt að enginn reiddist og allir höfðu gaman af. Sluppum án áfall Síðanfórst þú í útgerð. „Árið 1967 fór ég í útgerð með þeim Gerðisbræðrum, Stefáni og Guðlaugi, sem ég hafði kynnst vel. Þeir höfðu rekið Halkionsútgerð- ina með miklum myndarskap og nú keyptum við 260 tonna stálskip frá Austur-Þýskalandi, skip sem fékk nafnið Gideon og var einkum ætlað til nótaveiða. Gideon áttum við saman í tvö ár. Þetta gekk ágætlega í byrjun en svo fór það að verða braskennt, síldin hvarf og þá var erfitt að láta enda ná saman með nýtt skip. Við vorum svo heppnir að geta selt Gideon á góðu verði og sluppum áfallalaust frá útgerðinni. Skilyrði að fá soðna ýsu og skyr Hvert var upphafið að veru þinni hjá FAO? „Vorið 1969 sá ég auglýstan fund á Hótel Sögu sem Hilmar Kristjónsson, framkvæmdastjóri veiðarfæradeildar FAO, boðaði til og fylgdi með að hann væri að leita að skipstjórnarmönnum og vél- stjórum til starfa úti í heimi á veg- um FAO. Þarna voru margir mætt- hringdi í Viggý sem taldi engin vandkvæði á að koma saman slík- um matseðli og yfir soðningunni og skyrinu var svo gengið frá öll- um pappírum vegna ráðningar minnar hjá FAO. Ég var ráðinn til starfa í Suður- Jemen, til rannsókna á sardínu- veiðum í stórum stfl í nót. Ég fór út 1. janúar 1970, einsamall til að byrja með, vildi líta á aðstæður áður en ég fengi fjölskylduna út. Og þar sem mér leist ágætlega á alla staðhætti þá var ákveðið að fjölskyldan kæmi og þau komu út í maí. Eins og áður segir var mitt starf að stjórna rannsóknum á veiðum á sardínu í nót, með tilliti til þess hvort hagkvæmt væri að reisa verksmiðju til vinnslu. Það var svo gert síðar. Þetta verkefni var reynd- ar ekki alveg nýtt af nálinni því að Árni Friðriksson, fiskifræðingur, hafði verið þarna við rannsóknir nokkrum árum fyrr en lést þar í bfl- slysi." Hætti að taka í nefið Hvernig var að starfa með aröbunum ? „Ég kunni ágætlega við Arabana og mun betur en íranina sem ég átti eftir að starfa með nokkrum árum síðar. Þetta voru múslímar og þeir báðu sínar bænir á réttum tímum en voru annars ekki strangtrúaðir og t.d. var áfengi ekki bannvara í Jemen eins og í sumum Arabaríkj- um. Aftur á móti drukku þeir mjög lítið en tuggðu þeim mun meira af einhverju sem þeir nefndu „gaht“ sem var grænleitt á litinn þegar þeir stungu því upp í sig en rauð- brúnt þegar þeir spýttu því. Þeir komust í einhvers konar vímu af því og gátu vakað andskotann ráðalausan, ekki ósvipað og þeir sem taka amfetamín. En ég prófaði þetta nautnalyf þeirra aldrei. Ég tók í nefíð þegar ég fór út og hafði með mér nokkrar dósir til Jemen en svo hætti ég því fljótlega, bæði af því að slíkt var auðvitað ófáanlegt þarna úti og svo fékk hausverk af neftóbakinu í hitanum. Síðan hef ég ekki notað neftóbak. Ég átti ekki heldur í neinum erf- iðleikum með að venjast breyttu mataræði. Aðalmunurinn var sá hve maturinn var miklu bragð- sterkari, mikið kryddaður, aðal- kryddið karrí. Mér varð aldrei illt af þessum mat, enda gættum við S S, Alvha g\man\ JCÉnqsT ■ Baw 1 PROPULSION SYSTEMS w 3HS danish engineering &manne | power Itd Afltækni hfL Barónsstíg 5 -101 Reykjavík • Símar 55 11280 og 55 11281 Fax 55 21280 Óskum sjómönnum um land allt til hamingju með sjómannadaginn

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.