Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 16

Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 16
16 FISKIFRETTIR 8. júní 2001 Grænland íslendingurinn Gunnar Bragi Guómundsson: Stjómar grænlensku „byggóastofnuninni“ - tók þátt í þróun nýrra afuröa úr krabba sem gefa nú 8 mllljaröa ísf. króna í útflutningsverömæti Sjávarútvegur er mikilvægasta atvinnugrein Grænlendinga líkt og hér á landi. Sjávarútvegur á Grænlandi er þó nokkuð frábrugðinn því sem við þekkjum, bæði hvað varðar mikilvægi tegunda sem veiddar eru og uppbygg- ingu í sjávarútvegi. Rækjuafurðir eru langmikilvægasta útflutningsgrein Grænlendinga en þorskurinn hefur ekki sést á miðunum þar í 10 ár. Tvö fyr- irtæki bera uppi starfsemina í sjávarútvegi og eru þau bæði í eigu græn- lensku heimastjórnarinnar. Annað jjeirra er Royal Greenland sem Islending- ar þekkja vel en starfsemi hins er Islendingum ekki eins vel kunn. Það heitir Nuka A/S og meginhlutverk þess er að halda uppi atvinnulífi í hinum dreifðu byggðum landsins. Það var stofnað fyrir nokkrum árum og því stýrir Islend- ingurinn Gunnar Bragi Guðmundsson. Gunnar Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Nuka A/S, í verksmiðju fyrirtækisins í Nuuk. í karinu eru grásleppuhrogn sem verið er að flytja úr skilju í söltun. Gunnar Bragi er véltæknifræð- ingur að mennt og hann lærði í Oð- insvéum í Danmörku. Einnig lagði hann stund á sjávarútvegsfræði við Háskóla íslands. Gunnar Bragi starfaði hjá tæknideild Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins fram til ársins 1995 er honum bauðst starf þróunarstjóra hjá Royal Greenland og hann fluttist til Grænlands með fjölskyldu sinni. Starf hans fólst í því að þróa nýjar afurðir, þar með talið að fínna nýjar fisktegundir til framleiðslu, vinna að áframhald- andi þróun á vinnsluferlum og vinnslutækni og loks að þróa frek- ar þær vörur sem þegar voru í framleiðslu. Þróaði nýja útflutningsgrein „Það gengur krabbi á Græn- landsmið og hann hafði ekki verið nýttur. Eitt af fyrstu verkefnum mínum var að finna leiðir til að nýta þennan krabba og koma hon- um á markað. Utgefinn kvóti er nú um 18 þúsund tonn og er vinnsla hans orðin einn af burðarásunum í grænlenskum sjávarútvegi. Krabb- inn kemur næst á eftir rækju og grálúðu í útflutningsverðmætum. Tvær verksmiðjur á vegum Royal Greenland vinna nú krabba auk frystiskipa. Krabbinn er fluttur út heilfrystur, stór hluti fer til Japans, og restin til Bandaríkjanna til frek- ari vinnslu í krabbakjötsblokkir. Hér er um mjög verðmæta afurð að ræða en verð á kíló af útfluttum krabba er 60 krónur danskar eða 702 krónur íslenskar. Útflutnings- verðmæti á ári eru um 8 milljarðar íslenskra króna,“ sagði Gunnar Bragi í samtali við Fiskifréttir er hann var spurður um fyrstu verk- efni sín hjá Royal Greenland. Gunnar Bragi vann að fleiri verkefnum og eru sum þeirra enn í þróun, svo sem vinnsla á ígulkerj- um, beitukóngi, loðnu og flatfisk- um og það er í raun af mörgu að taka. „Við höfum til dæmis aukið vinnslu á grásleppuhrognum um rúm 200%, fórum úr 1.500 tunnum upp í um 4.000 tunnur. Við stönd- um svolítið öðruvísi að þessu en heima. Grásleppunni er landað í verksmiðjur okkar og við tökum úr henni hrognin í viðurkenndum fisk- vinnsluhúsum, sagði Gunnar Bragi. Allt sett í eina „ruslafötu“ „Fljótlega eftir að ég varð þró- unarstjóri hjá Royal Greenland tók ég samhliða við gæðastjóm yfir allri framleiðslu fyrirtækisins, bæði í Danmörku, Þýskalandi og Grænlandi. Þróunarvinnan átti þó hug minn allan og þegar mér bauðst að veita þessu nýja fyrirtæki forstöðu þáði ég það. Tildrög að stofnun þess voru þau að Royal Greenland hafði verið rekið með miklum halla á árunum 1996 og 1997 í kjölfar verðlækkunar á rækjuafurðum. Skuldinni var einn- ig skellt á það að félagið hafði skyldum að gegna við að halda uppi óarðbærum rekstrareiningum vítt og breitt um landið. Því var ákveðið að skilja óarðbæra starf- semi frá meginrekstri Royal Greenland og setja hana alla í eina ,,ruslafötu“ ef svo má að orði kom- ast sem heitir Nuka A/S. Ég fékk það verkefni í hendur að byggja þetta nýja fyrirtæki upp frá grun- ni.“ Hálfgerð Byggðastofnun Nuka A/S er með starfsemi á 32 stöðum á Grænlandi en höfuð- stöðvamar eru í Nuuk. Velta þess er um 160 milljónir danskra króna á ári og dótturfyrirtækið Neqi A/S, sem rekur sláturhús og vinnslu landbúnaðarafurða. veltir um 30 milljónum danskra króna. „Af þessari upphæð fáum við um 60 milljónir króna danskar í styrki eða fyrir samninga sem við gerum við stjórnvöld um ákveðin þjónustu- verkefni vítt og breitt um landið. Margar byggðimar eru ekki arð- bærar og við gerum samning við stjórnvöld fyrir hverja og eina þeirra um að viðhalda atvinnu í þeim. Það má segja að við séum hálfgerð Byggðastofnun að þessu leyti. Starfsemin hefur gengið vel og á fáum árum höfum við tvöfald- að fjölda starfsmanna úti á strönd- inni með því að auka úrvinnslu á fiski sem berst að landi. Við endur- vöktum meðal annars saltfisk- vinnslu í landinu sem hafði legið niðri í ein 10-15 ár og hleyptum nýju lífi í verksmiðjur sem höfðu verið lokaðar lengi. Nú erum við með um 350 ársverk en þegar mest er um að vera eru hér 600-700 manns í vinnu í einu.“ í öllu lífríki Grænlands Fram kom hjá Gunnari Braga að starfsemi Nuka A/S væri mjög fjöl- breytt. Hún næði nánast til alls líf- ríkis Grænlands og framleiðsluvör- ur fyrirtækisins skipta mörgum

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.