Fiskifréttir - 08.06.2001, Síða 17
FISKIFRÉTTIR 8. júní 2001
17
Texti: Kjartan Stefánsson
*
I
i
\
i
\
i
\
i
i
i
i
i
f
i
i
i
i
i
f,
i
i
i
i
Allt á einu
bretti...
Frostþurrkaður grálúðurikklingur er hið mesta sælgæti.
tugum. „Royal Greenland annast
veiðar og vinnslu á krabba, rækju
og grálúðu. Við vinnum ekki þær
tegundir nema grálúðu á Austur-
ströndinni. Við verkum fiskinn eins
og þekkist á Islandi í salt og fryst
flök, við vinnurn lax og silung,
frystum karfa, söltum grásleppu-
hrogn, frystum og þurrkum loðnu
fyrir heimamarkað og loks erum
við með stóra harðfisksverksmiðju
sem framleiðir um 40 tonn af harð-
fiski á ári fyrir heimamarkaðinn.
Þetta er harðfiskur að íslenskri fyr-
irmynd og það var eitt af mínum
fyrstu verkum þegar ég kom til
Grænlands að byggja þá verk-
smiðju. Við þurrkum hlýra í
rikkling og frystum grálúðuna á
Japansmarkað. Einnig framleiðum
við grálúðurikkling. Þrjár mikil-
vægustu sjávarafurðir Nuka A/S
eru grásleppuhrogn, harðfiskur og
fryst grálúða.Við erum einnig með
æðarfugl, vinnum afurðir af sjó-
fugli, einkum langvíu, selum og
hvölum. I dótturfyrirtækinu Neqi
A/S eru unnar afurðir af landspen-
dýrum, s.s. hreindýrum, lömbum
og sauðnautum."
Óravegalengdir
Starfsemi Nuka A/S nær yfir
gríðarlega stórt svæði. Fyrirtækið
rekur verksmiðjur á Austurströnd-
inni allt frá Scoresbysundi suður til
Tasiusaq og á Vesturströndinni frá
Kap Farvel í suðri og norður til
Thule. „Við erum með starfsemi í
3 stórum bæjum, Nuuk, þar sem
búa 15 þúsund manns, Kangatsiaq
og Qaqortoq (Julianeháb) í bæjum
með yfir 800 íbúa. I flestum smá-
þorpunum búa þó ekki nema 200-
600 manns. Við erum þá yfirleitt
eini atvinnurekandinn á svæðinu
fyrir utan, kaupfélög, pósthús, raf-
magns- og vatnsveitur og skóla.
Oravegalengdir eru á milli vinnslu-
stöðva en engar samgöngur finnast
á landi fyrir utan snjósleða og
hundasleða í nyrstu byggðunum.
Menn verða því að ferðast sjóleið-
ina eða fara með flugvélum og
þyrlum. Þyrlur eru aðalfarartækin
því flugvellir eru aðeins í stærstu
bæjunum. Það er því miklum erfið-
leikum háð að ferðast á rnilli staða
og stundum getur maður orðið veð-
urtepptur svo dögum og vikum
skiptir. Þetta eru auk þess mjög
dýrar samgöngur."
Þarf að endurnýja
bátaflotann
Starfsemi Nuka A/S byggist nær
eingöngu á landvinnslu en fiskinn
fá þeir af bátum sem grænlenskar
útgerðir og sjómenn eiga. Gunnar
Bragi sagði að rekstur Nuka A/S
væri algjörlega háður þessum að-
föngurn og því skipti miklu máli
hvernig staðið væri að veiðunum.
„Hér þarf rniklu að breyta og bæta.
Til dæmis er flotinn orðinn ansi
úreltur en mikið er veitt á opnum
bátum. Um 1.100 sjómenn leggja
upp hjá okkur og hver bátur kemur
með afskaplega lítið magn að
landi. Það er enginn kvóti á fisk í
Grænlandi sem veiddur er innan
við 3 mílurnar en þó er kvóti á
rækju. Reyndar eru nokkrar tak-
markanir á grálúðuveiðum en leyfi
til þeirra þarf að fá hjá viðkomandi
sveitarfélagi. I Diskóflóanum, þar
sem elliheimili grálúðunnar er að
finna, eru þó sett þau takmörk yfir
sumarmánuðunum að hver og einn
smábátur megi aðeins koma með 1
tonn af grálúðu að hámarki að
landi á dag. Þetta eru einu hindran-
irnar á innanskerjaveiðum. Bátarn-
ir eru litlir og við höfum rekið
áróður fyrir því að sjómenn fái sér
Sómabáta. Þeir gætu þá slegið sér
saman 3-4 um hvern bát. Þannig
gætu þeir siglt lengri leiðir, búið
við meira öryggi, veitt með öðrum
veiðarfærum og geymt aflann bet-
ur um borð. Það er erfitt að fá
Grænlendinga til að breyta venjum
sínum því selveiðar eru þeim í
blóð bornar. Þeir vilja eiga bát sem
hentar fyrst og fremst til selveiða
og þessar litlu jullur eru vel til
þess fallnar.“
Þorskurinn
veiddur í gildrur
Grænlenskir sjómenn nota hefð-
bundin veiðarfæri sem Islendingar
þekkja, svo sem línu, handfæri, net
og troll. Innfjarðarkarfinn er mikið
veiddur á línu eða handfæri og er
hann yfirleitt mjög stór, sannkall-
aður aldamótakarfi. Fyrir utan
hefðbundin veiðarfæri nota Græn-
lendingar gildrur við veiðar á inn-
fj arðarþorski. Innfj arðarþorskuri nn
er svipaður hefðbundnum þorski
nema hvað hann er miklu minni,
svona 50-55 sm að lengd. Gildran er
mjög sérstakt veiðarfæri og að
mörgu leyti vistvænt. A henni er
leiðari og þegar göngurnar koma
syndir þorskurinn með leiðaranum
og endar loks inni í nót. Síðan er
snurpað og menn taka þorskinn og
hægt er að sleppa honum lifandi ef
hann er of smár. Einnig er hægt að
geyma þorskinn lifandi í nótinni og
taka hann og gera að honum eftir
hendinni eins og hentar framleiðslu-
getu vinnslunnar í landi. Þetta veið-
arfæri er aðallega notað við inn-
fjarðarveiðar á þorski og það getur
verið mjög afkastamikið. Menn eru
að fá allt upp í 50 tonn í einu.“
En fegurst er hafiö um heiða morgunstund,
er himinninn speglast blár í djúpum álum,
og árroðabliki bregður um vog og sund,
og bárur vagga, kvikar af fleygum sálum,
k en ströndin glóir, stuðluð og mikilleit,
' og storkar sínu mikla örlagahafi.
Þá er eins og guð sé að gefa oss fyrirheit
og geislum hirnins upp úr djúpinu stafi.
i\ia$srmrine
Mieð. .
Sjomannadagskveðju!
IMETASALAIM
Skútuvagi 1B-L
Pásthálf 40EE Regkjavík
Sími 5E8 I8W Fax 5E8 1824
netasalan@netasalan.is
Meginhlutverk Nuka A/S er að halda uppi atvinnulífi í hinum dreifðu
byggðum landsins, segir Gunnar Bragi.