Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.06.2001, Page 31

Fiskifréttir - 08.06.2001, Page 31
FISKIFRETTIR 8. júní 2001 31 tækin voru komin um borð sigldi togarinn góðan hring fyrir mig og ég náði fínum myndum af honum í haugajó. Þetta var mjög gaman. Það er alltaf skemmtilegast að eiga við þetta þegar einhver vindur er eða erftðleikar sem þarf að yfir- stíga. Sömuleiðis var mjög skemmtilegt að fara til Grindavíkur með sterka linsu og mynda bátana þegar þeir voru að sigla inn í brim- ið. Það hef ég gert öðru hverju í mörg ár. I áranna rás hef ég eignast mikið safn af skemmtilegum mynd- um af bátum berjast í briminu í inn- siglingunni inn í Grindarvíkur- höfn.“ Rétt sjónarhorn skiptir máli Leikmanni kann að virðast sem allar skipamyndir séu eins og að það skipti ekki miklu máli hvernig þær séu teknar. Þegar betur er að gáð sést að skipin taka sig misvel út á mynd. En hver er þá galdurinn á bak við það að taka góða ljós- mynd af skipi? „Það þarf að velja rétt sjónarhorn á skipið. Mér finnst skemmtilegast að taka skipamynd- ir með 70-80 gráðu horni því þá kemur lögun skipsins best í ljós. Ekki er gott að stilla sér þvert á skipið, þá verður myndin of flöt. Ef menn taka myndina framan á skipið styttist það of mikið og ekki er heldur gott að nota of sterka linsu vegna þess að þá dragast skipin saman. Best er að nota venjulega linsu því þá bjagast ekki neitt,“ sagði Snorri og bætti því við að ljósmyndin væri þegar tímar liðu mikil heimild um sögu og líf þjóðarinnar. Þetta er því bæði gagnleg og skemmtileg vinna að minnsta kosti þegar menn hafa Víðir EA 910 við Reykjavík. „Þessi mynd fannst mér koma skemmtilega út, dálítill sjór, skipið liggur vel þótt á því sé halli og himininn setur heilmikinn svip á myndina,“ segir Snorri. Til sölu fiskvinnslub únaður Baader 47 og 51 roðvélar Baader 150 karfaflökunarvélar Baader 184, 185, 188 og 189 flökunarvélar Baader 410, 413, 421,424 og 427 hausarar Baader 440 flatningsvélar Baader 697 marningsvél O.Á. hausarar og V.Þ. saltarar Lyftari með snúningi Sambyggðir plötufrystar Frystipönnur fyrir loðnu og síld 500 stk. Álftafell ehf. Fiskislóð 14 101 Reykjavík Sími: 551 1777 Gsm: 893 1802 Belgískir togarar við veiðar rétt utan Ingólfshöfða 1956. Sá sem er næst á myndinni var búinn að vera nær landi en var þarna að beygja frá landi. Togararnir mynduðu gjarnan þríhyrning við veiðarnar. logni að fjörðinn gáraði ekki. Hann var alveg eins og heiðartjörn. Við urðum okkur úti um hraðbát og ég tók myndir af síldarbátunum þegar þeir ösluðu á fullri ferð inn fjörð- inn. Þetta var alveg sérstaklega gaman enda er skemmtilegast að mynda skip á ferð. Skipin þurfa líka að vera á hreyfingu til þess að karakter þeirra njóti sín. Mér finnst það óekta að festa skip á filmu þeg- ar þau liggja við bryggju eða eru ekki á siglingu. Það er ekkert spennandi við það en ég læt það gott heita sem heimild þegar ekkert annað býðst.“ ljósmyndun jafnframt sem áhuga- mál. „Auk þess hef ég haft mjög gaman af því að kynnast sjómönn- um, útgerðarmönnum og öðrum sem tengjast sjávarútvegi. Eg á mjög marga vini og kunningja í sjávarútvegi sem ég hef kynnst í gegnum ljósmyndun.“ Skipin hafa mismunandi karakter Snorri var spurður hvort hann ætti sér einhverja uppáhaldsmynd af öllum þeim aragrúa mynda sem hann hefur tekið um ævina? „Nei, ekki get ég sagt það. En það eru nokkur myndefni sem mér finnst skemmtilegra að eiga við en önnur. Skipin hafa til dæmis mismunandi einkenni eða karakter. Mér finnst skemmtilegast að mynda litlu tré- bátana sem eru 20 tonn að stærð eða um það bil. Þeir eru fallegir og viss sjarmi er yfir þeim. Það er einnig mjög spennandi að mynda drekkhlaðin skip, annað hvort af sfld eða loðnu, og koma á móti þeim á ferð. Mér er sérstaklega í minni ferð sem ég fór fyrir nokkrum árum til Reyðarfjarðar með Jóhannesi bróður mínum. Við vorum þar í 3 daga í svo miklu

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.