Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.06.2001, Qupperneq 39

Fiskifréttir - 08.06.2001, Qupperneq 39
FISKIFRETTIR 8. júní 2001 39 Hann hafði fengið á sig brotsjó sem lagði skipið á hliðina og olli miklum skemmdum á bátapallin- um. Sögðu skipverjarnir að þeir hefðu aldrei á ævi sinni lent í öðru eins illviðri og var á þeim að heyra að mikið þyrfti til að koma að þeir hættu sér á íslandsmið aftur. Fór ekki hjá því þegar þessar fréttir bárust að menn gerðust uggandi um togarana sem höfðu verið á Halamiðum þar sem búast mátti við því að þar hefði veðrið verið miklu verra og auk þess þótti lík- legt að þar hefði orðið mikil ísing eftir að vindáttin varð norðanstæð. Upp úr hádegi bárust fréttir frá fyrsta togaranum. Gulltoppur komst í loftskeytasamband við Reykjavík og greindi frá því að skipið hefði orðið fyrir áföllum og á því hefðu orðið skemmdir. Myndi það koma til Reykjavíkur til viðgerðar. Um kvöldið kom síðan fyrsti togarinn til hafnar á Reykja- víkursvæðinu. Var það togarinn Surprise sem sigldi inn á höfnina í Hafnarfirði seint um kvöldið og á næstu klukkustundum fóru togar- arnir að koma inn eða láta vita af sér, einn af öðrum. Varð þá Ijóst að flestir þeirra höfðu lent í miklum raunum og áhafnirnar orðið að berjast upp á líf og dauða, jafnvel svo tugum klukkustunda skipti. Allir voru sjómennirnir sem voru á þessum skipum sammála um að slíkt voðaveður og sjólag hefðu þeir aldrei upplifað fyrr. Að kvöldi miðvikudagsins hafði frést frá öll- um skipunum nema frá Leifi heppna úr Reykjavík og Fieldmars- hall Robertson frá útgerð Hellyers- bræðra í Hafnarfirði. Báðir höfðu togararnir verið á sömu slóðum og hin skipin og til þeirra hafði sést eftir að óveðrið skall á. í fyrstu voru menn vissir um að þeir hefðu orðið fyrir einhverjum áföllum og leitað hafnar á Vestfjörðum, en litl- ar sem engar fréttir var enn að hafa þaðan þar sem símasambandslaust var þangað. Þegar kom fram á fimmtudag án þess að nokkuð fréttist frá togurun- um fóru menn að óttast um afdrif þeirra. Þá var orðið fullvíst að þeir væru hvergi í höfn eða landvari á Vestfjörðum og talið líklegast að þeir hefðu orðið fyrir vélarbilun í ofviðrinu og væru einhvers staðar að hrekjast á hafi úti. Enn trúðu menn því vart að þessi stóru og traustu skip hefðu farist. eða Leifur heppni verið á ferð. Þótt allir togararnir sem voru á Halamiðum er ofviðrið brast á yrðu fyrir áföllum og kæmust í hann krappan var þó nokkuð mismun- andi hvernig þeir urðu úti. Ljóst þótti að ekki munaði nema hárs- breidd að sumir færust og var það fyrst og fremst vegna þrotlausrar og ótrúlegrar þrautseigju áhafn- anna að skipin björguðust. Urðu þær að berjast upp á líf og dauða svo jafnvel tugum klukkustunda skipti við þær aðstæður að hvert andartak gat verið hið síðasta. Snæbjörn á Agli ætlaði að halda sjó Sennilega var ekkert þeirra skipa sem af komust eins hætt komið og Egill Skallagrímsson. Skipstjóri á Gífurlegur brotsjór skall á Agli Skalla- grímssyni. Afl hans var svo mikiö aö báöir björgunarbát- arnir fóru fyrir borö og kipptu meö sér bátsuglunum upp úr stýringum á bátaþil- farinu. honum var Snæbjörn Stefánsson og, eins og á öðrum togurum, var einvalalið á skipinu, vanir og rösk- ir sjómenn sem höfðu marga hildi háð. Skipverjarnir á Agli höfðu það á orði strax á sunnudagsmorgni að von væri á miklu iliviðri og drógu þá ályktun af því að Snæbjörn skipstjóri var í óvenjulega úfnu skapi. Það var haft fyrir satt að hann fyndi það á sér þegar óveður færi í hönd og það kæmi fram í skapsmunum hans. Egill Skallagrímsson var búinn að vera alllengi úti á miðunum og séð var fram á endi veiðiferðarinn- ar. Ekki voru eftir kol nema til nokkurra daga og mun það öðru fremur hafa ráðið því að Snæbjörn ákvað að halda sjó úti á miðunum, fremur en að sigla í landvar eins og hann gerði jafnan þegar von var á illviðri. Um morguninn tók Hilmar Norðfjörð loftskeytamaður á móti veðurskeytum frá Veðurstofu Is- lands. Hann skrifaði skeytin á til þess gert eyðublað og fór síðan með það fram í brú til Snæbjamar og hafði á orði að von væri á versta veðri. Það kom Snæbirni greinilega ekki á óvart. Þó var tekið eitt kast til viðbótar en afli sem fékkst var lítill sem enginn þannig að aðgerð tafði ekki mikið við að gera skipið sjóklárt. Gaf Snæbjörn mönnum sínum fyrirmæli um að ganga tryggilega frá vörpunni og þegar frágangi á þilfari var lokið var vél- in stöðvuð og látið reka. Voru menn vel á verði þar sem mörg skip voru á slóðinni og skyggni var að verða afleitt. Rak Egil rétt fram hjá einu þeirra og sáu skipverjarnir að það var Leifur heppni. Hann hafði fengið ágætan afla og voru skipverjar enn að gera að fiski á þilfarinu. Upp úr nóni brast norðaustanfár- viðrið á nánast eins og hendi væri veifað. Sjó stærði einnig á ótrúlega skömmum tíma og skóf yfir skipið sem fór að leggjast undan óveðr- inu. Gaf þá Snæbjörn skipstjóri fyrirmæli um að setja vélina aftur í gang og ákvað að halda til lands. Gekk ferðin vel í fyrstu en brátt kom að því að særótið var orðið svo ógurlegt að mikillar aðgæslu þurfti við siglinguna. Frost fór einnig harðnandi og fór þá ísing að setjast á skipið og þyngja það á sjónum. Eftir að hafa siglt í um það bil klukkustund var ekki lengur ferðaveður og ákvað Snæbjörn þá að snúa skipinu upp í veðrið og andæfa. Reyndist það hægara sagt en gert og tókst ekki fyrr en búið var að ná upp fullri ferð. Það þotti mjög eftirsoknarvert að fa togaraplass, enda var það oftast trygging fyrir sæmilegum tekjum. Yfirleitt voru um eða yfir 30 menn í áhöfn, - einatt úrvalslið sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Mynd- in er af áhöfn togarans Skallagríms og var tekin árið 1924. Sáu manninn hverfa í löðrið Skipinu var haldið þannig upp í veðrið og bar ekkert til tíðinda um sinn. Það varði sig vel en oft þurfti að keyra vélina á fullu til þess eins að halda í horfínu. Vaktaskipti áttu að vera um miðnætti og upp úr klukkan ellefu ákvað stýrimaður- inn að senda einn hásetann fram á til þess að ræsa þá sem voru frammi á vaktina. Valdist Vilhjálm- ur Þórarinsson háseti til þeirrar ferðar og tókst honum að komast á- fallalaust úr brúnni og niður að spilinu á þilfarinu, en hann hafði fengið fyrirmæli um að setja það í gang og sprengja þannig af því ís- inn. Var hann að því verki er brot- sjór hvolfdist yfir togarann og sáu félagar hans, sem voru í brúnni Vil- hjálm hverfa í svelginn og voru vissir um að honum hefði skolað útbyrðis. Hugsuðu þeir sem svo að þetta væri búið en þegar skipið hreinsaði sjóinn af sér vildi svo til að Vilhjálmi skolaði aftur um borð og stöðvaðist hann við aftur- gálgann. Brugðu þeir Guðmundur Thorlacius og Þorgils Bjarnason, hásetar sem voru í brúnni við og stukku út. Tókst þeim með miklu harðfylgi að ná Vilhjálmi og koma honum upp í brúna. Var hann þá orðinn meðvitundarlítill, mjög kaldur og hafði auk þess hlotið slæmt handleggsbrot en einnig var óttast að hann hefði skaddast inn- vortis. Var honum komið fyrir í ká- etu aftur í og reynt að búa þar um hann eins og best varð á kosið. Leið hann þó miklar kvalir, enda var skipið á mikill hreyfíngu og því erfitt að skorða sig í kojunni. Þótt vart væri fært milli hval- baks og brúar tókst að koma á eðli- legum vaktaskiptum og eins síðar um nóttina. Höfðu menn ærinn SORMEC kRANAR BEyqjAST oq TEyqjAST tíI aUra verIía BARlíEMEyER ÍUpSASTyRÍ & STýRÍSVÉlAR FyRÍR öll skip oq bÁTA frtAMlcidd eFtír STRÖNCjum qÆÖAkRöFuM í ciqiN VERksMÍðjUM í þýskAlANdÍ UiMboðsAðili Á ÍsLancJí cWariÍ/í ehf. SKIPA OG VÉLAHLUTIR Dalshraun 13 • 220 Hafnarfirði • Sími: 565 8584 • Fax: 565 8542 • marafl@centrum.is

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.