Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 47
FISKIFRETTIR 8. júní 2001
47
skemmdir voru meiri en menn
hugðu í fyrstu og því var ákveðið
að halda til lands til að láta gera
við þær. Þó réð það ef til vill mestu
að mönnum fannst nauðsynlegt að
láta vita að „forsetinn” hefði stað-
ist áhlaup höfuðskepnanna og að á-
höfnin væri heil á húfi.
Enginn hafði upplifað
slíkan ofsa áður
Togarinn Gylfi, sem Einar Ein-
arsson frá Flekkudal var skipstjóri
á, slapp tiltölulega vel frá Hala-
veðrinu. Hann hóf veiðar á Halan-
um 5. febrúar hélt út fram undir há-
degi á laugardegi. I síðasta halinu
gauðrifnaði varpan og var ætlunin
að slá nýrri undir en hætt var við
það vegna ágjafar og veðurofsa og
skipinu var síðan snúið upp í.
Annar stýrimaður á Gylfa í þess-
ari ferð var Sigurjón Einarsson frá
Hafnarfirði, sem síðar var einn
kunnasti togaraskipstjóri landsins,
og segir hann frá veðri og viðburð-
um í æviminningum sínum, „Sig-
urjón á Garðari” m.a. á þessa leið:
„Þegar hér var komið var veður
orðið snarvitlaust, en . fram að
þessu hefði mátt sigla upp og við
þá verið komnir langt upp fyrir
Halann, ef á það ráð hefði verið
brugðið, þegar hætt var að toga. I
stað þess vorum við nú á versta
stað og ekki annað að gera en að
reyna að haga skipinu sem best við
sjó. Var því tekið til við að andæfa
og látið horfa upp eða halla svo við
vindi, að hann stæði á bakborðs-
bóg.
Vind og sjó hélt áfram að auka
jafnt og þétt, en jafnframt herti
frostið og snjókoman var svo mik-
il, að varla sá út fyrir borðstokkinn.
Um kvöldið var kominn slíkur ofsi,
að enginn um borð minntist þess að
hafa komið út í annað eins veður.
Gylfi varðist þó svo vel, að hann
duldi fyrir mönnum í hvílíku
hafróti þeir voru staddir. Sjálfur
hef ég aldrei komið út í annað eins
veður. Þó hafði ég ekki á tilfmning-
unni að við værum í beinni hættu
af að sökkva eða í árekstrarhættu,
þó að ekkert sæist til.
Mikil ísing settist á skipið, þar
sem hún tolldi, og við fréttum síð-
ar, að hún hefði slitið niður loftnet
og brotið loftskeytastengur á þeim
skipum, sem þær höfðu. Á Gylfa
voru siglutrén hærri en á öðrum
skipum og loftnetið fest í siglu-
toppana. Þeir héldu, en svo mikil
ísing settist utan á loftnetið að það
slitnaði fljótlega niður. Sjógangur
var á hinn bóginn svo mikill, að
hann sá fyrir því, að ís festi hvorki
á síðum skipsins, dekki né neðan-
verðum dekkhúsum.
Á mörgum eða flestum skipum
var ekki haldið uppi vöktum í
þessu veðri, þar sem ekki var fært á
milli, en við hlupum þó á milli eins
og venjulega. Við vorum á vakt,
þrír ungir menn - Pétur og Sæ-
mundur hétu þeir, sem með mér
voru - frá kl. níu til tólf þetta kvöld,
og hygg ég, að veðrið hafi verið
hvað harðast á því tínrabili. Um ell-
efuleytið gerðist það, að aðra sól-
ina sleit af ljósastaginu, en hún
hékk þó föst í rafstrengnum. Eg
álpaðist þá til að biðja strákana,
sem með mér voru, að hlaupa fram
og bjarga sólinni með því að grfpa
hana og slíta af strengnum, um leið
og þeir færu hjá. Það stóð ekki á
því hjá þeim, þeir hlupu til og
höfðu sólina með sér fram undir
hvalbak. Þeir komu svo hlaupandi
aftur að vörmu spori, að ég hélt á
leið til mín upp í brú, en svo var þó
ekki, því að þeir fóru þá að fást við
að bjarga planka úr skilrúmi á
dekki, sem ég hafði engan áhuga á,
eins og sakir stóðu, og hafði því
ekki beðið þá um. Mér varð ekki
um sel, þegar ég varð þessa var og
öskraði eins og ég gat til að fá þá til
að hætta þessu, en hvernig svo sem
það var, þá forðuðu þeir sér aftur
um leið og yfir reið mesti sjórinn,
sem á okkur braut í þessu veðri.
Braut hann allar rúður í brúnni að
framan og bakborðsmegin, og kom
svo mikill sjór í brúna, að hann
náði mönnum í klof.
Mér varð nú um stund dálítið ó-
rótt, því ég sá ekki gerla hvernig
þeim Pétri og Sæmundi hafði reitt
af, en þetta stóð aðeins skamma
stund, því brátt komu þeir hlaup-
andi framan að og upp til mín. Voru
þeir þá orðnir hræddir um að eitt-
hvað hefði komið fyrir mig því að
þeir sáu að sjóinn braut aðallega á
brúnni, og síðan sáu þeir þá áverka,
sem hún hafði hlotið.”
Eins og fram kemur hjá Sigur-
jóni varð Gylfi ekki fyrir öðrum
stóráföllum í óveðrinu. Andæft var
fram á sunnudag, en þá var skipinu
snúið á lens um stund en síðan aft-
ur upp í veðrið. Þegar óveðrið gekk
niður var Gylfa siglt til Patreks-
fjarðar þar sem gert var við þær
skemmdir sem hann hafði orðið
fyrir þegar hann fékk áfallið.
Surprise lensaði með
stefnu í suðvestur
Á laugardagsmorguninn var tog-
arinn Surprise frá Hafnarfirði bú-
inn að vera ellefu sólarhringa á
veiðum og lengst af hafði skipið
haldið sig á Halamiðum. Fiskirí
var sæmilegt og því séð fyrir end-
ann á túrnum. Skipstjóri á Surprise
var Jón Sigurðsson og var hann
einn þeirra sem varð þess fullviss
þegar veður tók að harðna um
morguninn að þótt það væri slæmt
væri þetta aðeins forsmekkur þess
sem verða vildi. Honum fannst
hins vegar hart að þurfa að hætta
veiðum þegar svona lítið var eftir
af túrnum og hélt út fram undir
nón, eða fram undir það að vindátt-
in snerist til norðausturs og allt
varð vitlaust. Bærilegur afli fékkst
í síðasta halinu og meðan verið var
að gera að og ganga frá, sem tók
um klukkustund, hélt hann skipinu
upp í, en sneri því síðan og hélt af
stað áleiðis til lands. Sagði honum
svo hugur að þessi veiðitúr væri á
enda.
Surprise var á siglingu þangað
til um klukkan sex um kvöldið en
þá var alls ekki ferðaveður lengur.
Þá var skipið hins vegar komið
drjúgan spöl frá Halanum þar sem
sjórótið varð aldrei eins mikið og
þar úti. Eigi að síður töldu reynd-
ustu sjómennirnir á Surprise að
þeir hefðu aldrei séð annað eins, en
hafið var eitt rjúkandi löður og þeir
sáu brotsjói rísa og falla skammt
frá skipinu og á hverju andartaki
mátti búast við því að skipið fengi
einn slíkan á sig.
Jón skipaði svo fyrir að hver og
einn yrði að vera þar sem hann var
niðurkominn í skipinu þannig að
ekki var um nein vaktaskipti að
ræða. Þegar honum fannst skipið
slá of mikið undan gaf hann fyrir-
mæli í vélarrúmið um meira gufu-
afl, en fékk það svar að svo mikið
væri gengið á kolabirgðirnar að
lempa yrði langar leiðir og því
erfitt að halda uppi fullum dampi.
Sendi Jón þegar í stað liðsauka í
lempunina og gekk betur eftir það
að halda fullum þrýstingi.
Þegar kom fram á nóttina tók
mikil ísing að hlaðast á Surprise
og virtist sem hver skvetta sem
kom inn á skipið stokkfrysi þegar í
stað. Eigi að síður varði skipið sig
vel og varð ekki fyrir áföllum.
Undir morgun breyttist sjólagið og
varð krappara en áður. Taldi Jón þá
líklegt að Surprise væri kontinn
nálægt landi og lét lóða. Reyndist
dýpið vera 25 faðmar. Ákvað hann
þá að reyna að ná skipinu á lens en
það reyndist hægara sagt en gert.
Þegar verið var að snúa því lagðist
það og lá um stund flatt fyrir veð-
urofsanum. Gripu skipverjar til
þess ráðs að slá í sundur lifrar-
tunnur sem voru á bátaþilfarinu og
láta sjóinn skola lýsinu fyrir borð.
Myndaðist þá lygna við skipið og
unnt var að snúa því. Strax og und-
an horfði var vélin stöðvuð og lát-
ið reka undan sjó og vindi með
stefnu suðvestur í haf. Var drjúgur
skriður á skipinu og þurfti öðru
hverju að setja vélina í gang til
þess að rétta stefnu þess. Með
reglulegu millibili voru lifrartunn-
ur brotnar og virtist það bera til-
ætlaðan árangur. Skipið varð ekki
fyrir neinu stóráfalli og komst
heilu og höldnu til Hafnarfjarðar.
Urðu menn þar hissa er þeir sáu
Surprise koma þar sem ekki var
von á skipinu fyrr en eftir nokkra
daga.
„Mikið má vera ef allir
togararnir hafa það af”
Togarinn Þórólfur, sem var eitt
Leifur heppni. Fórst með allri
áhöfn.
Varðskipið Fylla. Það kom mikið
við sögu í leitinni að togurunum.
stærsta skipið í togaraflotanum,
lagði úr höfn í Reykjavík á fimmtu-
degi. Skipstjóri var Guðmundur
Guðmundsson frá Nesi sem þótti
mjög dugmikill en jafnframt varkár
skipstjóri. Hafði hann m.a. þá reglu
að taka ekki meira af salti og kol-
um í skipið en hann áætlaði að
þyrfti í veiðiferðina og vildi heldur
skjótast til hafnar og losa afla held-
ur en að hlaða skipið mikið.
Á leiðinni vestur reyndi Guð-
mundur fyrir sér á nokkrum stöð-
um en þar sem aílinn var rýr ákvað
hann að fara á Halamiðin og var
skipið komið þangað snemma á
laugardagsmorgun. Ekki mun
Guðmundi hafa litist á veðurútlitið
og ákvað hann að kasta aðeins
stjórnborðsvörpunni en leysa ekki
bakborðsvörpuna. Tók Þórólfur
tvö höl en afli var nánast enginn.
Þar sem veður og sjólag var tekið
að versna ákvað Guðmundur að
láta staðar numið við svo búið og
taka stefnuna til lands. Voru menn
fljótir að ganga frá á þilfari og var
Þórólfur kominn nokkuð út af
svæðinu er fárviðrið brast á. Þegar
það var komið í ham þótti strax
sýnt að ekki yrði hægt að komast í
landvar og því var ákveðið að láta
reka. Var Þórólfur vel búinn undir
átökin við höfuðskepnurnar, stórt
skip og auk þess hátt á sjónum.
Þökkuðu menn líka sínum sæla að
vera komnir út af svæðinu er ó-
veðrið skall á og höfðu á orði að
þeir sem væru á Halanum sjálfum
myndu ekki eiga sjö dagana sæla.
Þótt mikið gengi á var hægt að
halda uppi eðlilegum vöktum á
Þórólfi. Mikillar aðgæslu þurfti þó
við þegar menn fóru á milli lúkars
og brúar, enda fór ís að setjast á
skipið og þilfarið var flughált.
Kristján Hoffmann loftskeytamað-
ur fylgdist með morsskeytum fé-
laga sinna á hinum togurunum sem
fóru að greina frá því að skip þeirra
hefðu orðið fyrir miklum áföllum.
Þegar leið á kvöldið og kom fram á
nóttina hætti að heyrast frá skipun-
um og var auðvelt að gera sér grein
fyrir því að loftnet þeirra hlytu að
hafa slitnað niður. Loftnetið á
Þórólfi hélt hins vegar fram undir
hádegi á sunnudag, en þá lét það
undan þunga íssins sem á það hafði
sest. Tókst skipverjum að forða því
á síðustu stundu að það færi fyrir
borð.
Einhvern tímann aðfaranótt
sunnudagsins, þegar lætin voru
hvað mest í veðrinu, tóku þeir tal
saman Guðmundur skipstjóri og
Brynjólfur Jónsson, 2. stýrimaður,
og hafði Guðmundur þá á orði að
mikið mætti vera ef allir togararnir
sem voru úti á Hala myndu koma
aftur úr þessum veiðitúr. Annars
sögðu menn fátt.
Upp úr hádegi á sunnudegi á-
kvað Guðmundur að hefja siglingu
til lands. Hringt var á hæga ferð á-
fram en þá kom í ljós að stýrið
virkaði ekki sem skyldi og lagði á
bakborða. Tókst þó nokkurn veg-
inn að hafa stjórn á skipinu en þeg-
ar veður var orðið skaplegra var
vélin aftur stöðvuð og látið reka
meðan hugað var að skemmdum.
Þær reyndust ekki miklar en þó
hafði margt gengið úr skorðum
m.a. lifrartunnurnar sem voru á þil-
farinu, en þeim hafði sjórinn sópað
fyrir borð. Þegar landsýn fékkst lá
fyrir að styst yrði að fara inn á Pat-
reksfjörð en Guðmundur skipstjóri
ákvað hins vegar að halda til
Reykjavíkur og láta gera við stýrið
áður en haldið yrði aftur út til
veiða.
Ása slapp án áfalla
Togarinn Ása úr Reykjavík, sem
var einn togaranna sem varð fyrir
miklum áföllum og skemmdum á
Halamiðum í jólaveðrinu 1924, var
að koma á svæðið er veðurhæðin
tók að magnast. Skipstjóri á Ásu í
þessum túr var Bergþór Teitsson
sem leysti Kolbein Sigurðsson af,
en hann hafði farið til útlanda
skömmu eftir áramótin til þess að
huga að togarakaupum fyrir
Duusverslunina sem átti Ásu.
Þegar Ása kom á Halann voru
mörg skipanna að hætta veiðum og
ákvað Bergþór að reyna ekki að