Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Blaðsíða 43
III. Skýrsla Tilraimastöðvarinnar á Sámsstöðum
árin 1951 og 1952.
KLEMENZ KR. KRISTJÁNSSON
1. Yfirlit um tíðarfarið árin 1951— 1952.
a. Árið 1951.
Veturinn, frá nýjári og fram í apríl, var snjóa- og frostasamur. Olli
veðurfar þetta miklum erfiðleikum á samgöngum vegna fannkomu, og
einkum í janúar og febrúar.
Vorið (apríl—maí): Kalt og snjóasamt í byrjun, en stillt veður flesta
daga. Jarðvinnsla hófst fyrst 26. apríl, og var þá jörð mjög blaut og klaka-
bundin. Vorgróður byrjaði ekki fyrr en í maí. Kornsáning liófst 5. maí.
Klaki í jörðu fram í júní. Óvenjumikið kal í túnum og sums staðar í
engjum.
Sumarið (júni—september): Júní lilýr, með miklu sólfari og óvenju
lítilli úrkomu, eins og raunar sumarið allt. Gróður skammt á veg kominn
í júlíbyrjun. Grasspretta víðast livar lítil, og sláttur hófst víða ekki fyrr
en í síðari hluta júlí. Heyskapartíð ágæt, og nýting heyja með ágætum,
en víðast lítil uppskera vegna kals og lítillar úrkomu. — Bygg og hafrar
skriðu 10.—20. júlí, eða í meðallagi snemma. Ágúst svipaði til júlí, með
milt, þurrt og hagstætt tíðarfar, er gerði öll heyskaparstörf auðveld. Gras-
fræ varð fullþroska 10.—20. ágúst. Kornfok á byggi síðast í ágúst. Septem-
ber var vel í meðallagi hlýr og hagstæður öllum uppskerustörfum. Korn-
skurður hófst 7. setptember og var lokið 23. sama mánaðar. Kartöflur
voru og teknar upp i þeirn mánuði, og var uppskeran víða í meðallagi.
Haustið (október—nóvember): Urkomusamt í október, en mild tíð.
Kýr teknar á gjöf þann 25. Nóvember var kaldari, en mun minni úrkoma.
Korn náðist inn dagana 1.—9 nóvember, eftir sex vikna geymslu í stökk-
um. Nýting á því var ágæt. Þann 23. nóvember tók að kólna í veðri og