Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Blaðsíða 84
V. Reikningar Tilraunastöðvanna.
ÁRNI JÓNSSON
Hér hefur verið reynt að samræma reikninga tilraunastöðvanna,
með því að draga saman hina ýmsu pósta undir ákveðna sameiginlega liði.
Annars er ennþá verulegt ósamræmi í reikningsfærslu stöðvanna. A
Akureyri eru t. d. vörubirgðir færðar á rekstursreikning. Skriðuklaustur
hefur búreikningafærslu, og er þar reiknuð leiga af jörð, byggingum og
verkfærum. Eru niðurstöður rekstursreiknings þessara stöðva nokkru
hærri en hjá hinum stöðvunum af þessum ástæðum. A Reykhólum er
heimilishaldi ekki jafnað á búgreinar. Mat eigna er töluvert mismunandi
og tiltölulega langlægst á Sámsstöðum á jörð og byggingum. Búfé er hins
vegar með hliðstæðu mati á öllum stöðvunum. Afskriftirnar eru einnig
ósamstæðar. Til dæmis eru byggingar á Skriðuklaustri afskrifaðar um kr.
175.000.00 árið 1952, en á hinum stöðvunum er ekki önnur afskrift en
sú, sem fram kemur í ræktun og betra viðhaldi mannvirkja og véla.
Þótt samræmi sé ekki fullkomið á milli stöðvanna í þessum reikning-
um, er þess að vænta, samt sem áður, að þeir gefi í stórum dráttum
nokkurn samanburð á milli stöðva og yfirlit um helztu tekju- og gjalda-
liði, ásamt eignayfirliti.
Reikningar Tilraunastöðvanna eru endurskoðaðir af þeim Guðmundi
Jónssyni, Hvítárbakka, og Páli Pálmasyni stjórnarráðsfulltrúa.