Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Blaðsíða 40
38
inu úr uppsprettunni í hitaþró við íbúðarhúsið; er hér um tilraun að
ræða og aðeins líkur fyrir að ineira náist af heita vatninu í þróna með
þessu móti, þar sem það kemur upp í gljúpum jarðvegi). Þá var keypt
aflúrtak, reimskífa og gangráður í bifreiðina, ennfremur aftursæti, sláttu-
vélarfingur og skór (millistærð) á dráttarvélina, ávinnsluherfi og ýmislegt
smávegis. Fyrir heimilið voru keyptir 2 legubekkir o. fl.
Af tilraunatækjum var keypt: Kartöfluvog (til þess að ákveða sterkju-
innihald í kartöflum), 50 þurrknet, stálmálband, liornspegill, vogberi
(nýmæli tilraunastjóra, þ. e. þrífótur, sem reizla er liengd upp á þegar
vigta þarf), og nokkrir smámunir).
Þar sem Tilraunastöðin hefur haft hlunnindin á Reykhólum á leigu
undanfarin tvö ár, en ekki átt bát, var ráðizt í, fyrir áramótin, að kaupa
vélbát (1.3 tonn) og auk þess gamlan flutningabát, sem þarf nokkurrar
viðgerðar við.
Af sauðfé var keypt: 2 hrútar, 27 gimbrarlömb og 8 ær.
Framlög ríkissjóðs á árinu námu:
Til framkvæmda................. kr. 100.000.00
Til rekstrar................... — 130.000.00
4. Búrekstur.
a. Árið 1951.
í fjósi voru 6—7 kýr, 2 vetrungar, 2 kálfar ásamt einu fóðranauti, sem
er eign Nautgriparæktarfélags Reykhólahrepps. Af sauðfé var á búinu:
45 ær, 5 gemlingar og 5 hrútar. Ennfremur 60 fóðrakindur, eign Gísla
Pálssonar, sem verið hefur starfsmaður Tilraunastöðvarinnar síðan 1948.
Alifuglar voru 18.
Túnið (5.3 ha, auk leigulands, 2 ha úr Reykhólatúni), brást að nokkru
vegna kals og þurrka, en nýting var ágæt. Um 4.5 kýrfóður voru sett í
vothey. Garðrækt var á 1.3 ha. Sala á gulrófum gekk verr en áður. Feng-
ust tæplega 2 kr. fyrir kg brúttó. Spretta í görðum var léleg.
Framleitt var á árinu:
16200 lítrar mjólk,
575 kg kinda- og nautakjöt,
27 tunnur kartöflur,
115 tunnur gulrófur,
290 hestburðir taða,
80 liestburðir úthey.