Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Blaðsíða 25
23
600 tunnur, og er hún einangruð raeð 10 cm vikurplötum, bæði á veggj-
um og í lofti. Efri hæð hússins er notuð sem verkfærageymsla og er ekki
hólfuð í sundur. Kostnaður við þessa byggingu varð um 175 þús. krónur.
Hún var byggð fyrir norðan geymsluhús, sem byggt var um 1935, og var
norðurveggur þeirrar geymslu notaður sem suðurveggur nýju geymsl-
unnar.
Með byggingu þessarar geymslu er leyst úr brýnni þörf á húsnæði fyrir
vélar og kartöflur, en frá því að gamla geymslan var byggð, hefur verk-
færakostur aukizt mjög mikið, og var geymslan því orðin allt of lítil.
Þórir Baldvinsson, forstöðumaður Teiknistofu landbúnaðarins, gerði
teikningar, en Stefán Halldórsson, múrarameistari, og Jón Þorvaldsson,
trésmíðameistari, sáu um bygginguna.
Arið 1952 var endurbyggð þurrheyshlaða að Galtalæk, því að gamla
blaðan hrundi í apríl þetta ár. Gamla hlaðan var 16 X 6 m að flatarmáli,
og var það vesturveggur bennar, sem bilaði og brundi inn í hlöðuna. Var
hann þó steyptur. Á undanförnum árum hefur hann smátt og smátt sigið
inn og sprungið, og var fyrirsjáanlegt, að fyrr eða síðar mundi koma að
því, að endurbyggja þyrfti þessa hlöðu. Vesturhlið hlöðunnar var um 3 m
í jörðu. Steinveggurinn féll á súgþurrkunarstokkana, sem voru úr tré, og
eyðilagði þá að mestu. Endurbyggingunni var þannig hagað, að hlaðan
var breikkuð um tvo metra, og ris hennar Iiækkað um einn metra, en
hún grynnkuð um tæpan metra, og súgþurrkunarstokkar steyptir niður í
gólfið. Á hlaðan að taka um 1000 hesta. Endurbygging þessi kostaði um
65 þús. kr.
Bæði árin var unnið nokkuð að ræktun í svokallaðri Hestagirðingu,
og er nú ræktun þar lokið og búið að sá í allt landið grasfræi. Fæst þar
túnauki urn 3.5 ha. Árið 1952 var byrjað á endurbótum á túngirðingum,
og var gerð ný girðing á um 500 m kafla.
Árið 1952 var keypt erfðaféstuland af Jóhanni Malmquist í Kjarna-
landi, 5 ha að stærð. Er um helmingur þess tún, um 1 ha garðlönd, og 1.5
lia óframræst mýri. Var byrjað á framræslu á mýrinni sl. haust.
Þá var einnig á árinu 1952 keypt býlið Háteigur, sem liggur inni í
landi Tilraunastöðvarinnar, rétt sunnan við Gróðrarstöðina. Er hér um
að ræða íbúðarhús, um 130 fermetra og 2 ha af erfðafestulandi, og er það
tún, að undanskilinni lnislóð. Með þessum kaupum er fallið frá því að
byggja upp í Gróðrarstöðinni, þar sem þarna er um að ræða ágætt íbúðar-
hús — 5 herbergja íbúð með góðu geymsluplássi. Hefur tilraunastjóri
flutt í hús þetta, en íbúð sú í gamla húsinu, sem tilraunastjóri hefur haft,
verður tekin handa starfsfólki.