Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Blaðsíða 58
56
að þakka, en hann var vel fúin mýrarjörð. Fyrra árið vorn belgjurtirnar
grænar og óskaddaðar, þegar uppskera fór fram ,en síðara árið voru þær
nokkuð siilnaðar af frosti, og varð því uppskerumagn ekki eins mikið af
ha, eins og þar senr hafrar voru einir sér. Vaxtartíminn varð hlutfallslega
100 og 105 dagar hvort ár.
Hliðstæðar tilraunir voru gerðar á Rangárvallasandi árið 1951, en þær
gáfu miklu minni uppskeru af ha. Þar var það þó vaxandi magn af belg-
jurtafræi með höfrum, sem beztan gaf árangurinn.
Tilraunir í kartöflurækt.
Áburðartilraunir.
Árið 1948 var byrjað á tilraunum með köfnunarefnisáburðartegundir
við kartöflurækt. Borið var jafnt af hreinu N af hverri tegund. Gullauga
var notað í tilraunirnar öll árin, og reyndar voru fjórar tegundir áburðar.
Tilraunirnar voru alltaf gerðar á fremur mögru mólendi, og forrækt var
bygg til þroskunar. Áburður á ha á alla liði jafnt: 300 kg brennisteinssúrt
kalí, 700 kg superfosfat, og var a-liður án köfnunarefnis, en b—e-liðir með
jöfnu köfnunarefnismagni, eins og eftirfarandi yfirlit sýnir. — Meðaltal
fimm ára:
Tilraunaliðir Uppsk. hkg Sraælki % Hlutföll
a. Kalí og fosfóráburður........................ 96.6 12.8 100
b. Kalí og fosf.b., 585 kg kalkamm.saltp. . . 155.8 11.3 161
c. Kalí og fosf.áb., 585 kg brst. amm. (4 ár) 158.2 10.6 164
d. Kalí og fosf.áb., 360 kg ammoniaks........ 147.9 11.0 153
e. Kalí og fosf.áb., 462 kg amm.súlfats. (3 ár) 138.2 9.7 143
Uppskeran er ekki mikil, og segir þar til, að jarðvegur hefur verið
ófrjór, svo að meira áburðarmagn hefði þurft að gefa. Hins vegar sýnir
tilraunin það, að brennisteinssúrt ammoniak og kalkanrmonsaltpétur eru
beztu köfnunarelnisáburðartegundirnar, en hinar tvær ekki eins nýtileg-
ar, þó að nothæfar séu. Af þeinr fimm árum, sem tilraunin hefur staðið,
hafa þrjú árin gefið uppskeru yfir meðallag tilraunanna, en tvö árin hefur
uppskeran orðið undir meðallagi.
Árið 1950 var byrjað á tilraunum með vaxandi magn af tilbúnum
áburði til kartöfluræktar, og voru tilraunirnar gerðar árin 1950 og 1951
á móajörð en árið 1952 á vel feygðri mýrarjörð. Efnahlutföllin í áburðar-