Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Blaðsíða 50
48
Dreifing á kalkammonsaltpétri í einu og tvennu lagi. Nr. 7, 1951.
Uppsk. hey hkg/ha Meðaltal Hlutfall
Tilraunaliðir 1951 1952 2 ára 2 ára
a. 80 kg N að vori 48.9 77.0 62.9 100
b. 50 kg N að vori, 30 kg e. 1. sl. 57.8 83.0 70.4 112
c. 100 kg N að vori 60.9 83.7 72.3 100
d. 60 kg N að vori, 40 kg e. 1. sl. 65.1 104.0 84.6 117
Tilraunin varð gerð á gömlu túni. Á alla liði var borið á ha 150 kg
kalí 60% -f- 350 kg superfosfat 20%.
Tilraunin er ererð á harðvellistúni með alinnlendum móðri: vallar-
sveifgrasi, língresi og túnvingli. Sláttur hefur fallið 2.—11. júlí og 28. ág.
— 15. september hvort ár. — Tilraunin bendir til þess, að hagkvæmt sé,
að þar sem um þetta mikið áburðarmagn er að ræða, svari það tilkostnaði
að skipta áburðarmagninu á tvo dreifingartíma, á vori og eftir 1. slátt.
Minni skammturinn gefur 12% meira hey fyrir skiptingu. Stærri skammt-
urinn 17% meira fyrir skiptingu. Virðist því réttmætt, að ef borið er á
100 kg köfnunarefni á ha, að skipta áburðinum á vor og milli slátta, þar
sem nýting áburðarins virðist betri með þeirri aðferð.
Tilraun með búfjdrdburð með og dn steinefna, og köfnunarefni i stað
mykju annaðhvort dr. Byrjuð 1951.
Uppsk. hey hkg/ha Meðaltal Hlutfall
Áburður kg/ha 1951 1952 2 ára 2 ára
a. 20 tn haugur, 30 K, 30 P, 41 N 44.1 67.3 55.7 100
b. 20 tn haugur, 0 K, 0 P, 41 N 47.6 70.3 58.9 106
c. 20 tn haugur ’51, 0 K, 0 P, 41 N 45.1
0 tn haugur ’52, 0 K, 0 P, 70 N 77.4 61.3 110
Tilraunin er gerð á gömlu valllendistúni, með vallarsveifgras sem
aðalgróður. Tilgangur tilraunarinnar er að finna, hvort 20 smál. haugur,
borinn á árlega og annaðhvort ár, sé fullgildur steinefnaáburður, án þess
að bæta við kalí og fosfór. Byrjað var á tilrauninni vorið 1951, og var hún
tvíslegin bæði árin. — Tilraunin sýnir ennþá ekkert varðandi það, sem
um er spurt, sem ekki er heldur að vænta svo fljótt, því að auðsjáanlega
kemur köfnunarefni að góðum notum 1952 án nokkurs annars áburðar,
því ekki mun ennþá skorta K og P. Þessi tilraun getur varla sýnt árangur
hvað steinefni áhrærir, fyrr en eftir nokkur ár hér frá. Svo er og á það að
líta, að túnið var í góðri rækt, þegar tilraunin hófst.