Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Blaðsíða 79
d. Starfsfólk.
Starfsfólk var margt á árinu, svo sem að líkum lætur við hinar miklu
framkvæmdir. Fólk í heimili var oftast um sumarið 15— 18 rnanns. Auk
þess vann svo margt af mönnum úr nágrenninu tíma og tíma i einu við
bygginguna. Ráðskona um veturinn var ungfrú Kristín K. Kerúlf, um
sumarið frú Anna Jósafatsdóttir og síðast á árinu frú Lára Guðmunds-
dóttir. Fjármenn voru framan af árinu Guðmundur Guðmundsson og
Jónas Þorsteinsson, en frá hausti aftur Guðmundur og að nokkru leyti
Sigfús Gunnlaugsson. Kýr og hesta annaðist Þórhallur Jóhannsson fram
til vors, en frá hausti Ingvi Ingólfsson.
e. Ýmsar upplýsingar.
Benzíntankur frá Essó var settur hér upp í september, og annast Til-
raunastöðin sölu á benzíni og olíum. En að tankanum eru mikil þægindi
vegna benzínltreyfla heimilisvélanna, bíls og traktors. Af verkfærum var
lítið keypt á árinu, nema smááhöld, en allmiklu kostað til viðhalds á
verkfærum.
Ég hefi búreikningafærslu fyrir starfsemina hér. Vænti ég þess, að
af þeim megi ýmislegt læra, er tímar líða fram. Birti ég hér útdrátt úr
reikningi heimilishalds, en það er:
Kostnaður á karlmannsfæðisdag af heimilishaldi á Skriðuklaustri
o
árið 1951.
Kr. %
1. Aðkeypt matvara, mest erlend................ 3.07 9.4
2. Hreinlætisvörur og til þjónustu ........... 0.37 1.1
3. Fiskur .................................... 0.52 1.6
4. Kjöt og sláturafurðir...................... 2.71 8.3
5. Mjólk, þar með skyr og smjör............... 5.57 17.1
6. Garðávextir ............................... 0.73 2.3
7. Eldsneyti og ljósmeti ..................... 3.78 11.6
8. Áhöld og húsgögn........................... 0.96 3.0
9. Bílflutningar (flutn. kola með eldsneyti) . 0.27 0.8
10. Ýmislegt (vextir, vátr., frystigj., sírni o. fl.) 0.83 2.6
11. Húsaleiga ................................. 1.58 4.9
12. Vinnukostnaður............................ 12.14 37.3
Samtals 32.53 100.0