Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Blaðsíða 69

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Blaðsíða 69
67 b. Tíðarfar 1952. Veturinn var allharðviðrasamur. í janúar gerði mörg óvenjuleg ofsa- veður, flest vestan eða norðvestan. Haglaust eða liaglítið var lengst af víðast hvar í Fljótsdal, nema á Valþjófsstað og Skriðuklaustri. Hagarnir hér voru nær eingöngu að þakka framræslunni á mýrunum, sem búið er að gera. í febrúarmánuði var enn haglítið vegna storku á jörð, því að alltaf var mjög lítill snjór, en talsverð frost allan þennan tíma. En rétt fyrir 20. febrúar breyttist tíðin. Gerði þá ágæta hlákn og varð alautt hátt í hlíðar og hagar upp fyrir brúnir. Úr því mátti lieita einmunatíð það sem eftir var vetrar, mjög væg frost, sólskin um daga og lengst af stillur. Gerði þó nokkurra daga norðanhret í byrjun marz. FJm sumarmál voru blíðu- veður, og jörð tók að gróa, svo að ýmsir töldu lítið vanta á nægan sauð- gróður. Aftur kólnaði fyrir apríllokin, þótt ekki snjóaði teljandi. Hélzt jörð auð og voru veður sæmileg fram til 16. maí, en þá gerði suðvestan- átt með miklum hlýindum, sem hélzt til 26. maí. Leysti þá geysimikinn snjó úr fjöllum, svo að stórflóð kom í árnar. Hitinn komst suma daga upp í um 20° C í forsælu. Gróður þaut upp, og var kominn ágætur sauð- gróður og t. d. ágætur grasþeli hér á heimatúnið. Leit út fyrir, að sláttur gæti hafizt hér um miðjan júní, ef góð tíð héldist. F.n þá skipti um. Morguninn 27. maí var norðan hvassviðri og rigning og síðan slydda, sem fór stórversnandi, eftir því sem á daginn leið. Um kvöldið frysti og gerði snjóskafla í lautum, sem héldust marga daga. Frost voru um nætur fram um mánaðamótin, og naumast þítt um hádaginn. Nokkuð fórst af lömbum í þessu áhlaupi, og kuldakaflinn, sem í hönd fór, varð ærið af- drifaríkur um fóðureyðslu og þó einkum hitt, að ær mjólkuðu af sér holdin, geltust og áttu því mun rýrari lömb að hausti en ella hefði verið. Útjörð hvítnaði upp, bæði af kulda og því, að sauðféð hirti gróðurinn, sem kominn var. Um mánaðamótin maí—júní var greinilegur haustlitur á túninu hér, og hef ég aldrei séð slíkt fyrirbæri áður að vori. Júnímánuður var svo allur óvenjukaldur. í júlíbyrjun komu örfáir hitadagar, síðan norðaustan rigning og kuldi um 10. júlí. Mánudaginn 14. júlí var norðan- og norðvestan ofsaveður. Svarf þá öll blöð af kartöflu- grasinu í garðinum á Jökulsárbakkanum. Um 20. jrilí hlýnaði, og var þurrkakafli fram undir júlílok. — í ágústmánuði mátti heita sæmilega hagstæð heyskapartíð, að vísu með rigningar- og kuldaköstum, en ekki langvarandi, þótt í heildinni væri veðráttan alltaf köld. Mikil norðan- og norðvestanrok gerði 27. ágúst og 1. september, og týndust þá nokkur hey. Frosthélu gætti í botni dalsins að morgni hins. 13. ágúst, og féll til skaða kartöflugras á flatlandi. Næturnar 28. og 29. ágúst var enn frost, einknm •5*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.