Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Blaðsíða 19
17
Tilraun þessi er gerð á gamalræktuðu valllendistúni, og er ráðandi
gróður túnvingull og sveifgras. Þá er og nokkur hvítsmáraslæðingur á
landinu. Tilraunin var tvíslegin 1951 en einslegin 1952. Enginn raun-
hæfur vaxtarauki er kominn fram fyrir fosfórsýruáburðinn enn þá. Kal-
skemmdir voru töluverðar 1952, og varð því uppskeran minni af þeim
sökum, þótt tíðarfarið réði að öðru leyti mestu þar urn.
Tilraun með vaxandi skammt af kali. Nr. 3, 1950.
Uppskera hey hkg/ha Meðaltal
Áburður kg/lia 1951
a. 70 N, 70 P, 0 K........... 58.2
b. 70 N, 70 P, 40 K........ 61.9
c. 70 N, 70 P, 80 K.......... 64.8
d. 70 N, 70 P, 120 K....... 63.8
1952 þriggja ára Hlutföll
38.6 56.07 100
50.0 56.71 101
51.5 62.66 112
51.7 60.12 107
Tilraun þessi er gerð á sams konar landi og næsta tilraun á undan.
Nokkur árangur virtist koma fram fyrir kalí strax á öðru ári, og 1952 er
kalílausi liðurinn með töluvert minni uppskeru en liðirnir með kalí,
b, c og d. Kalskemmdir voru töluverðar 1952, en náðu sér þó, er á leið
sumarið. — Tilraunin var slegin aðeins einu sinni 1952, en tvíslegin 1951.
Tilraun með samanburð á N-áburðartegundum. Nr. 5, 1945.
Uppskera hey hkg/ha Meðaltal
Áburður kg/ha 1951 1952 átta ára Hlutföll
a. Enginn N-áburður........ 26.1 16.6 31.09 51
b. 224 amm.nitrat........... 55.5 52.5 61.42 100
c. 400 brst.súrt amm...... 39.7 36.8 54.60 89
d. 525 kalksaltpétur ....... 56.6 46.7 60.17 98
e. 164 amm.nitrat........... 48.8 35.4 51.15 83
Köfnunarefnisáburðurinn er hér gefinn upp í áburðarefnum, og svarar
hann til 82 kg N hrein efni á b, c og d. Auk N-áburðar var borið á alla
liði 54 kg P og 96 kg K. Innihald N-áburðartegunda var: Amm.nitrat
33.5% N, stækjan 20.5% N og kalksaltpéturinn 15.5% N. — Tilraunin
var töluvert kalin bæði árin, en þó einkum 1952. Slegið var aðeins einu
sinni 1952. C-liðurinn, stækjuliðurinn, hefur gefið mikið minni upp-
skeru bæði árin, miðað við sama lið undanfarin ár. Ekki var hægt að
telja að þessi liður væri verr farinn af kaU en hinir. Hins vegar munu
kuldarnir ef til vill ráða þar nokkru um.
2