Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Blaðsíða 63
G1
c. Kartöfluræktin.
Hún hefur að talsverðum hluta verið tilraunir, og svo útsæðisræktun
á Ben Lomond og Gullauga. Fyrra árið gekk framleiðsla kartaflna í meðal-
lagi, og urðu þá engin vanhöld á ræktuninni. Síðara árið hafa kartöflur
brugðizt meir en komið hefur fyrir áður í ræktunarstarfi stöðvarinnar.
Kom hér til kalt sumar og næturfrost í ágúst, er tóku fyrir vöxt. Utsæði
það, sem fékkst síðastliðið haust, var hraust að því er virtist, og vonandi
tekst að hefja útsæðisræktun beztu afbrigðanna næsta vor, því nú eru
geymsluskilyrði góð.
d. Kornyrkjan.
Bæði árin hefur, auk tilraunanna, verið sáð í rúma 11 ha lands hvort
ár. Vorið 1951 var alveg sérstaklega slæmt til allrar voryrkju vegna klaka,
sem var víðast í jörðu fram i júnímánuð. Sáning hófst 5. maí, og var
lokið 21. maí. Varð að dreifsá í akrana að mestu leyti og herfa niður, því
að jarðvegurinn var svo forblautur, að ekki var unnt að nota sáðvél. Vegna
vatnsaga í jarðveginum skemmdist litsæðið, og greru því allir akrar mjög
gisið, en þó varð þroskun ágæt., en uppskeran aðeins 2/3 af meðaluppskeru.
Vorið 1952 \ar hagstætt voryrkju en kalt. Allri sáningu á korni var lokið
3. maí. Það kom þó óvenjulega seint upp. Kuldarnir síðastliðið sumar
voru því valdandi, að uppskera varð með allra minnsta móti. Bæði árin
varð nýting kornsins ágæt, því að haustin voru þurrviðrasöm. Eigi er enn
vitað, hvernig gæði kornsins frá sumrinu 1952 eru, en eftirfarandi yfir-
lit sýnir gæði helztu afbrigða stöðvarinnar árin 1950 og 1951.
Vaxtartími Grómagn Hektólítri Þvngd 1000
dagar % þyngd kg korna í g
Arið 1950:
Dönnesbygg 117 98.0 56.8 36.0
Sigurkorn 126 86.0 53.8 33.0
Eddabygg 119 93.0 53.0 34.8
Flöjabygg 114 98.0 59.0 37.2
Svalöv Orion liafrar . . 139 79.5 47.3 34.4
Minorhafrar . . 157 45.0 50.0 35.0
Árið 1951:
Dönnesbygg 114 100.0 64.3 38.0
Sigurkorn 120 93.4 52.2 28.3
Eddabygg 116 97.0 53.0 29.8