Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 9
I. Veðurskýrslur
Weather reports.
1. Veðurfor á Akureyri 1961—1964.
Veðrið 1961.
Janúar—apríl. Hiti var alla mánuðina um og undir frostmarki, en
þrátt fyrir talsverða úrkomu allan veturinn var lítill snjór í apríl lok, því
að af og til var þýðviðri, svo að snjó tók upp að mestu í byggð á milli
snjóakafla. Veturinn var því snjóléttur og engar teljandi samgöngutrufl-
r
anir. Urkomudagar voru óvenju margir. Um 20. apríl hlýnaði í veðri og
hélzt svo fram í maí. Frost var lítið í jörð í lok apríl.
Maí—september. Sumarið var hlýtt og meðalhitinn 0,9° C yfir meðal-
lag. Maí var óvenju hlýr eða 8,2° C. Júní var undir meðallagi og úrkomu-
samur og dró nokkuð úr vorhlýindum sem voru í maí. Júlí var í meðallagi
hlýr og hagstæður til heyskapar. Agúst var hlýr, en úrkomusamur eftir
miðjan mánuð. September var hlýr og héldust sumarhlýindi fram yfir 20.,
en þá fór heldur að kólna og fyrsta frost kom hinn 27, Urkoma var tals-
verð, en úrkomudagar ekki margir. Heyskaparlok urðu því góð og einnig
var tíð hagstæð við upptöku garðávaxta. Heyfengur var mikill og uppskera
garðávaxta góð.
Október—desember. Október var hlýr, en úrkomusamur, en um mán-
aðamót okt.—nóv. kólnaði og festi snjó, annars héldust hlýindi við og
við út nóvember með suðlægri átt og allmikilli úrkomu. Dagana 23.—25.
nóv. gerði ofsaveður um allt Austur- og Norðurland með nokkurri snjó-
komu, stórsjó og feiknamiklum flóðum. Gekk sjór hærra á land víða
norðanlands en áður var vitað um. Urðu víða miklir skaðar á hafnarmann-
virkjum, hafnarhúsum og bátum og fjárskaðar urðu á Skaga. Þar fórust
um 100 fjár og á Langanesströnd fórust 64 kindur. Desember var kaldur
og með nokkurri snjókomu.
Hinn 10. okt. varð vart nýrra leirhvera í Oskju. Líklegt var talið, að
umrót hafi hafizt þar 6. okt., en þann dag sýndu jarðskjálftamælar jarð-
hræringar í Dyngjufjöllum. Hinn 26. okt. byrjaði hraungos í Oskju á 750
7