Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 12
Maí—september. Maí var kaldur fram yfir 20., en þá hlýnaði og hélzt
svo út júní. Hinn 27. gerði mikla hita er stóðu um það bil í viku. Meðalhiti
sólarhrings hinn 28. varð 17.7° C. í þrjá daga í röð, (27., 28. og 29.)
var hámarks hiti 22.5°, 22.7° og 23.9° C. Úrkoma í júní kom aðallega
dagana 12.—21. Júlí var fremur kaldur og þrisvar sinnum gránaði í fjöll,
12., 20. og 25., en þá urðu samgönguerfiðleikar á fjallvegum hér norðan-
lands vegna snjóa, m. a. í Siglufjarðarskarði. Urkoma var í meðallagi.
Agúst var fremur kaldur, og fyrsta frostnóttin kom aðfaranótt 12. og síðar
23., 29. og 31. Kartöflugras féll á nokkrum stöðum þann 12. Úrkoma var
mjög lítil. Heyskapur gekk því vel. September var kaldur, en lítil úrkoma.
Margarfrostnætur komu í mánuðinum. Heyfengur var tæplega í meðal-
lagi og uppskera úr görðum mjög léleg og kornuppskera brást algerlega.
Október—desember. Október var hlýr en lítil úrkoma. í byrjun nóv-
ember kóhiaði og var mjög kalt allan mánuðinn til 26. en þá gerði þíð-
viðri. Úrkoma var mikil og var því kominn talsverður snjór, þegar hlýnaði.
Fyrri hluti desember var fremur hlýr, en mikil frost síðari hluta mánað-
arins. Úrkoma var lítil og engar samgöngutruflanir. Hinn 14. nóv. hófst
mikið neðansjávargos suðvestur af Vestmannaeyjum á 63° 18' N og 20°
37' V. Daginn eftir hafði eyja risið úr sjó á gosstöðvunum. Gosið hélzt
allan mánuðinn og nokkrum sinnum varð öskufall í Vestmannaeyjum, en
aska barst lítið inn yfir land. Hæstur varð gosmökkurinn þ. 23., 9,2 km.
Eyja sú, er þama reis úr sjó var nefnd Surtsey. Góð tíð hélzt allan des-
ember, lítil úrkoma og samgöngur greiðar.
Veðrið 1964.
Janúar—apríl. Allur veturinn var hlýr, átt suðlæg og engir meiri háttar
frostkaflar. Marz var óvenjulega hlýr eða með 4.7° C meðalhita og einn
hlýjasti og mildasti marz, sem komið hefur um langt árabil. Tún grænkuðu,
blóm sprungu út í görðum, tré sprungu út að undanskildu birki. Lerkitré
voru algræn til að sjá í lok mánaðarins, sem mun vera algert einsdæmi hér
á norðurlandi. Úrkoma var mjög lítil jan. til apríl eða um 83 mm og úr-
komudagar 33. Var því hálfgerð sumarveðrátta allan veturinn frá ára-
mótum og varð jörð víðast klakalaus. Korni var sáð 28. apríl í tilraunir.
Var þessi vetur einn allra mildasti, sem vitað er um frá því veðurathuganir
hófust hér á landi.
Maí—september. Fyrri hluti maí var kaldur og úrkoma alla daga fram
að 14., en þá hlýnaði verulega og hélzt svo út mánuðinn. Fyrri hluta mán-
10