Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 29
September. Fyrstu dagana voru hlýviðri með úrkomu. Þá tók við góð-
viðriskafli með þurru, stilltu og fremur köldu veðri, sem stóð fram í
miðjan mánuð. Eftir það kom rigningarkafli, en síðasta vikan var aftur
hlý og stillt. Hey voru mikil og góð, en kartöflur lélegar vegna næturfrosta.
Október. Mánuðurinn hófst hlýr, en smákólnaði og frost var komið
upp úr 20. Frostið stóð stutt og aftur voru hlýindi í lokin. Mjög hagstæður
október.
Nóvember. Fyrri hlutann var hlýtt og stillt, en um miðjan mánuð kóln-
aði heldur. Nokkur hvassviðri komu seint í mánuðinum, en ekki til skaða.
Hagstæður mánuður.
Desember. Mánuðurinn var kaldur, nema nokkra daga eftir miðjan
mánuð framan af var stillt en hvassviðrasamt seinni hlutann og snjókoma
svo að tók fyrir beit. Heldur lakur desember.
Arið 1964 var mjög hagstætt á marga vegu. Framan af árinu voru
óvenjuleg hlýindi, heyskapur var góður og dilkar með vænsta móti. Haustið
var gott.
Matthías Eggertsson.
5. Veðurfar á Hvanneyri 1961—1964.
(Andakílsárvirkjun)
Veðrið 1961.
Janúar—apríl. Veturinn var mjög umhleypingasamur og fremur kald-
ur. Urkoma var mikil í janúar og febrúar og náði hámarki í marz, en þá
var úrkoman 221 mm og úrkomudagar 27. Snjó festi annað slagið í byggð,
en tók upp á milli. I apríl þornaði til, en hitastig svipað og í marz. Undir
lok mánaðarins fór gróður að lifna.
Maí—september. Veðrátta var hagstæð í maí, úrkoma næg og fremur
hlýtt. Tún voru algræn um miðjan mánuð. Vindátt var yfirleitt suðlæg
fram að 23., en þá gekk í norðan hvassviðri með mikilli snjókomu norðan-
lands, sem náði suður í Borgarfjörð. Kólnaði þá mjög í veðri næstu daga.
Júní var nokkuð umhleypingasamur og spretta hæg, svo að sláttur
hófst ekki í mánuðinum. I síðustu viku júní gerði N-hvassviðri með krapa-
hríð til fjalla. Fórust þá nokkrar nýrúnar ær í fjárrekstri á leið upp úr
Hvítársíðu.
27