Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 145
Markmið þessarar tilraunar er að kanna, hvaða áhrif umferð dráttar-
véla kynni að hafa á uppskeru. Er tilrauninni tvískipt með tveimur áburð-
arskömmtum.
Framkvæmd tilraunarinnar er með þeim hætti, að í upphafi sprettu-
tíma er misþungum dráttarvélum ekið yfir alla reiti h og c, en engin um-
ferð dráttarvéla er um a-lið. Það þykir ástæða til að rannsaka áhrif um-
ferðar á tún og nýræktir, því að hugsanlegt er að hafa áhrif á vaxandi
umferð með stórum og smáum vélum, ef í ljós kemur, að mikil umferð eða
þjöppun á graslendi dregur úr uppskeru. Þessar fyrsta árs uppskerutölur
gefa til kynna, að svo geti verið.
Áhrif múgavéla á uppskeru.
Effects of side rakes oti yield.
Uppskera hey hkg/ha.
Hvanneyri, 153. ’64: 1964
a. Snúið 4 sinnum og rakað 2 sinnum með múgavél 18.7
b. RakaS meS hrífu 23.0
GrunnáburSur kg/ha: 117 N, 67,5 P2O5 og 100 K2O.
BoriS var á 14/5. 1. sláttur 16/6, 2. sláttur 14/8.
20. júní var fariS meS Vicon-akrobatik, lyftutengda múgavél á a-reiti.
17. ágúst var fariS meS Heuma-múgavél, lyftutengda, á a-reiti.
Markmið það, sem stefnt er að með þessari tilraun er að kanna, hvort
notkun múgavéla hafi áhrif á uppskeru eða sprettu. Til samanburðar er
rakstur með hrífu.
Uppskera er mjög lítil, enda er hér um fyrsta árs nýrækt að ræða.
Áætlunin er, að tilraunin standi í nokkur ár og leiði þá væntanlega í
ljós, hvort múgavélar hafi áhrif á uppskeru.
Áhrif sláttuvéla og sláttutætara á uppskeru.
Effects of movers and Field forage harvester on yield.
Uppskera hey hkg/ha.
Hvanneyri, 154. ’64: 1964
a. SlegiS nærri meS sláttuvél
b. SlegiS fjarri meS sláttuvél
143
99.2
89.8