Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 135
Blokk III
a. 0.23 0.22 0.31 0.26 0.23 0.25 2.03 2.15 2.12 0.10 0.08 0.07
b. 0.24 0.26 0.33 0.27 0.24 0.24 2.14 1.74 2.01 0.13 0.07 0.07
c. 0.25 0.23 0.30 0.27 0.24 0.23 2.08 2.33 1.93 0.15 0.15 0.04
d. 0.21 0.21 0.29 0.25 0.20 0.22 2.03 2.06 1.79 0.09 0.09 0.05
E. 0.30 0.29 0.25 0.22 2.26 1.96 0.17 0.05
* 1. sl. í E-lið var ekki sleginn vegna grasleysis.
Efnagreiningar hafa ekki verið gerðar á uppskeru frá Reykhólum.
Megintilgangur með þessari tilraun er að bera saman fimm algengustu
grastegundir hreinræktaðar með þremur mismunandi áburðarskömmtum.
A Reykhólum er landið frjósamt, en á Hvanneyri er landið fremur rýrt.
Uppskerutölur á Reykhólum gefa til kynna, að vaxtarauki fyrir áburð-
arskammtana í blokk II og III er mjög eðlilegur eða um 30 hkg í blokk III.
Sama niðurstaða er á Hvanneyri, þótt heildaruppskera sé þar um það bil
helmingi minni.
Á Reykhólum hefur hávingull gefið minnsta uppskeru í öllum blokk-
um, en vallarfoxgrasið mesta. Næst mesta uppskeru gefur svo vallar-
sveifgrasið.
Á Hvanneyri eru uppskerusveiflur miklu meiri en á Reykhólum. Þar
gefur vailarfoxgrasið langmesta uppskeru, en munurinn fer minnkandi
með vaxandi áburði á milli einstakra tegunda. Vallarsveifgrasið kemur út
með lægsta uppskeru og kemur það miklu ver út en á Reykhólum.
Þessi tilraun sýnir ótvírætt yfirburði vallarfoxgrassins samanborið við
þær tegundir, sem hér eru reyndar. Á Hvanneyri var háliðagras í tilraun-
inni í stað hávinguls á Reykhólum. Háliðagrasið hefur gefið um meðal-
uppskeru.
Það er athyglisvert við efnagreiningar á uppskeru úr Hvanneyrar-
tilrauninni hið mjög lága Ca-magn í öllum sláttum og öllum áburðar-
skömmtum — blokkum. P-innihald er lágt í blokk I og II, en nokkru
hærra í blokk III. Mætti gera ráð fyrir, að P-áburðarskammturinn á Hvann-
eyri sé heldur lágur. K virðist ríkulegt og fer vaxandi með vaxandi áburði
eins og venja er. Na er yfirleitt fremur lágt.
Niðurstaða tilraunarinnar er því sú, að vallarfoxgrasið gefi meiri upp-
skeru en allar grastegundir, sem eru til samanburðar í tilrauninni.
Rétt þykir að birta hér niðurstöður af gróðurathugun á þessari tilraun,
sem gerð var á Reykhólum. Sýnir hún m. a. hvaða grös koma inn í tilrauna-
landið smátt og smátt, og gera það að verkum, að ekki þýðir að halda slík-
133