Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 17
6 síðustu daga mánaðarins. All golusamt var eftir miðjan mánuð svo að
erfitt var oft að fást við hey. Fyrstu daga september var hlýtt og rigndi
talsvert 1. vikuna, heldur kólnaði úr því, en annars gott veður. Fyrstu
næturfrost komu um miðjan ágúst og spillti það kartöflugrasi.
Október—desember. Október var hlýr en ákaflega votviðrasamur, úr-
komudagar 19 og alls 112 mm, nokkra daga var allhvasst og var þá versta
veður. Fyrri hluti nóvember var einnig hlýr, en síðari hluta mánaðarins
gerði væg frost, en snjóaði lítið. I desember voru nokkur frost en engar
hörkur. Dálítið frost gerði á jörð.
Ingi Garðar Sigurðsson.
3. Veðurfar á Sámsstöðum 1961—1964.
Janúar—marz. Veturinn hófst með frosti og snjókomu, er hélzt fyrri
hluta janúar. Ur því var tíðin mild og snjólétt fram í byrjun febrúar. Úr-
koma að jafnaði yfir meðallag. Marz var kaldastur og snjóasamt nokkuð.
Var því lítil útbeit og erfiðar samgöngur vegna snjóa. Frost var talsvert í
jörð í apríl-byrjun.
Apríl—maí. Tæplega í meðallagi hlýtt í fyrstu, en maí hlýrri og yfir
meðallag. Klaki fór seint úr jörð og varð jarðvinnsla erfið. Úrkomulítið
í apríl en sólfar mikið. Tíðin góðviðrasöm. Jörð byrjaði að grænka um
25. apríl, en fór hægt fram vegna þurrviðra. Maí votviðrasamari og fór
þá gróðri það vel fram, að kúahagi var kominn á tún seinni hluta mán-
aðarins. Kornsáning hófst fyrstu dagana í maí og var lokið um 15. s. m.
Kartöflur settar niður seinni hlutann í maí, eins og venjulega, þegar viðrar
í meðallagi. Vorið hagstætt vegna góðviðra og mikils sólfars. Veður sjald-
gæf og ekki hörð.
Júní—september. Júní mikið kaldari en í meðallagi og úrkoma tals-
vert yfir meðallag. Hægviðrasöin tíð og sólfar álíka og í maí. Sláttur hófst
um 20. mjög víða, en korni og kartöflum fór ekki vel fram og seinkaði
miðað við meðallag. Júlí kaldari en í meðallagi en minni úrkoma. Sólfar
mikið. Hægviðrasamt og góðir þurrkar, svo hey nýttist vel, einkum seinni
hlutann. Ágúst í meðallagi hlýr en úrkomusamari en í meðallagi. Hæg-
viðrasamt með tíðu sólfari. Góð heyskapartíð fram að 15. ágúst, en úr
því fremur rysjótt tíðarfar og kaldara. Var því þroskun korns ekki langt
15