Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 18
komin í þessum mánuði. September var óvenju hlýr fram að 20., en úr því
kaldari. Hitinn í september náði að fullþroska bygg og hafra um miðjan
mánuðinn, og kartöflur bættu miklu við sig á sama tíma, því að engin
næturfrost komu. September einkenndi sig með óvenju mörgum og mikl-
um stórviðrum, er ollu tjóni á kornökrum, einkum þeim byggafbrigðum,
sem þola illa mikil veður. Kartöflugras hélzt ófallið til loka september.
Sumarið allt má teljast fremur hagstætt, en í svalara lagi.
Október. Október var hlýr, en með tíðri og mikilli úrkomu, frostlaust
veður fram að 29., en 30. byrjaði að frjósa á auða jörð. Haustverk öll
gengu vel, því að tíðin var mild og að mörgu hagstæð þrátt fyrir úrkomu-
magnið. Hið sama má segja um Nóvember, að tíðarfar var að mörgu hag-
stætt. Mild tíð frá 4. til 22., en þá tók að frjósa og snjókoma annað slagið,
þó ekki svo, að samgöngur torvelduðust.
Desember var hægviðrasamur, en óvenju kaldur og talsverð snjókoma,
sem olli þó ekki samgöngu erfiðleikum. Afreður og beitarlaust flesta daga
mánaðarins. Arið endaði með hægviðri og vægu frosti.
Árið 1961 má telja í heild fremur hagstætt landbúnaði, þrátt fyrir
óveður og allmikla úrkomu í september.
Veðrið 1962.
Janúar—marz. Arið hófst með hlýviðri, er hélzt til 10. janúar, en þá
kólnaði í veðri með snjókomu, er tók fyrir beit og torveldaði samgöngur,
einkum á fjallvegum. Sama má segja um febrúar, að frost, snjór og regn
skiptust á, en að jafnaði var hlýrri tíð en í meðallagi og úrkoma meiri en
venjulega. Veðrasamt nokkuð, en þó ekki þannig, að tjón yrði af. Með
marz-byrjun tók að frjósa á auða jörð, og hélzt það frost með litlum úrtök-
um allan mánuðinn. Hægviðri og úrkomulaust að kalla. Jörð óvenjulega
mikið frosin í marzlok.
Vorið, apríl—maí. Apríl hægviðrasamur og hlýr. Urkoma tvöföld á
við meðallag. Jörð byrjuð að grænka um miðjan apríl, en hæg vorspretta
vegna óvenjulegs frosts í jörð. Hægviðrasamt og talsvert sólfar flesta daga
í maí. Gróðri fór afar hægt fram vegna klaka í jörð. Kornsáning hófst á
móajörð um 9. maí og var lokið 20. sama mánaðar. Kúm var fyrst beitt
um 20. maí, en tún þá lítið gróin. Sauðburður gekk vel og með litlum
vanhöldum. Byrjað að setja niður kartöflur síðustu daga mánaðarins.
Sumarið, júní—september. Júní með nokkuð undir meðalhlýindum
16