Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 88
hverjum áburðarskammti miðað við það, að hvorugt takmarkaði upp-
skeru og benda tilraunaniðurstöður til þess, að svo hafi til tekizt á öllum
stöðvunum.
Ef litið er á vaxtaraukann í d-, E- og f-liðum, kemur í ljós, að hann
er vaxandi (upp í f) alls staðar, nema á Reykhólum, en þar er vaxtar-
auki lang minnstur og nálega enginn í f-lið. Vaxtaraukinn fyrir hvern
áburðarskammt er dálítið breytilegur á Akureyri, Sámsstöðum og Skriðu-
klaustri, en í f-lið er hann þó svo til jafn á öllum stöðvunum eða 9.5—11
hkg. Er þetta mjög athyglisverð niðurstaða, ekki sízt af því, að hér er um
að ræða 9—10 ára meðaltal. Það virðist vera staðreynd, að ekki hefur
tekizt að ná því marki, sem upprunalega var gert ráð fyrir, að a. m. k.
stærsti skammturinn færi að draga úr uppskeru og hefur því þessi tilraun
ekki leyst úr þeirri spurningu, hver sé ýtrasta hámarksnotkun á tilbúnum
áburði — NPK —- á tún og er þá ekki átt við hagfræðilegt hámark.
Ef reiknað er með sama verði á NPK og fyrr var gert, kostar hver
áburðarskammtur — 75 N, 40 P, 50 K, kr. 1.395.00. Meðalvaxtaraukinn
í f-lið á Akureyri, Sámsstöðum og Skriðuklaustri er um 10 hkg og verður
því áburðarkostnaður á hvern heyhest um kr. 140.00. Vaxtaraukinn í
c-lið á Akureyri (c—a) er um 33.5 hkg og mundi þá áburðarkostnaður
á hvern heyhest í vaxtarauka vera um kr. 41.60. Má því segja, að hver
heyhestur af vaxtarauka í f-lið kosti um 100 kr. meira í áburðarkostnaði
en í c-lið. Verð á heyhest mun vera um kr. 150.00. Frá hagfræðilegu sjón-
armiði er ljóst, að sú áburðarnotkun, sem hér um ræðir (í a. m. k. f-lið)
og sennilega líka í E-lið, er komin yfir hámark og skilar ekki hagnaði,
enda þótt segja megi, að áburðarkostnaðurinn fáist endurgreiddur með
uppskeruaukanum.
N-áburðinum í E- og f-liðum hefur verið tvískipt, 150 að vori og 75
og 150 milli slátta. Kjarni hefur verið notaður á öllum stöðum. Það hafa
ekki komið fram nein vandkvæði á því að dreifa að vori 150 kg af N-
áburði — Kjarna —, en 150 kg skammtur á milli slátta hefur gefizt mikið
verr. Grasið hefur orðið mjög slappt og lagzt fljótt, og jafnvel erfitt að
slá það með vél, ef úrkomur hafa verið. Trúlega hefði verið hagstæðara
að skipta áburðinum í f-lið, þannig að 200 kg hefðu verið borin á að vori
og 100 milli slátta.
Á öllum stöðvunum hefur reynzt meiri kalhætta á E- og f-reitum en
öðrum. Sáðgresið hefur þó haldið sér nokkuð og náð sér furðanlega, en
86