Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 19
með jafnri meðalúrkomu. Sólfar aðeins fáa daga. Gróðri fór afarhægt
fram og var tvennt sem olli: Jarðklakinn frá marzfrostunum og lágur loft-
hiti, enda sólfar lítið á móts við það, sem oft er í júní. Sláttur hófst yfir-
leitt óvíða í júní, því að sprettu var víða ekki langt komið, og sums staðar
var kal og hálfkal í túnum.
Júlí var kaldari en í meðallagi og úrkoma nokkuð tíð og rúmlega
meðallag. Góðviðrasamt, en vegna rakasamrar veðráttu gekk illa að
þurrka hey. Sláttur hófst víðast um 10. júlí. Korn skreið 10 dögum síðar
en venjulega. Heyhirðingar yfirleitt litlar í mánuðinum. Frá 11.—13.
ágúst gerði mikinn kulda, þó að frost yrði ekki. Dró þetta mjög úr mjöl-
söfnun korntegunda og vexti kartaflna. Eftir kuldana gerði ágæta hey-
skapartíð, og varð þá heyhirðing sú mesta yfir sumarið.
September varð talsvert kaldari en í meðallagi, úrkoma tíð og talsvert
meiri en meðallag hefur sýnt. 9.—11. september gerði allhart frost, er
felldi kartöflugras og tók fyrir mjölsöfnun á 6 raða byggi. Veður allhörð
gerði 8.—10. og 16., svo og ofsarok 23.—24. september. Þessi veður gerðu
talsvert tjón á kornökrum og alveg með nýjum hætti. Oft hafa slík veður
valdið kornhruni, en um slíkt var lítt að ræða heldur axfall, og voru mikil
brögð að því á 6 raða byggi, og má segja, að frostið 8.-—10. september
gerði stráið stökkt, svo að það þoldi ekki veðrin og hrökk í sundur. Þar
af varð axfall. Kartöflur náðust ekki upp í mánuðinum vegna hrakviðra.
Sumarið var ekki hagstætt kornrækt né vexti kartaflna. En heyjum
varð bjargað víðast hvar með sæmilegum árangri.
Haustið, október—nóvember. Október var vel í meðallagi hlýr, en
úrkoma með mesta móti. Frost komu fyrst 23. og var þá búið að ná upp
kartöflum að mestu. Kýr teknar fyrr inn á fulla gjöf en venjulega. Nokkur
snjókoma varð síðustu daga mánaðarins. Tvíraða bygg (Herta og Mari)
þoldi vel þetta tíðarfar og var uppskorið allan mánuðinn, þegar færi gafst.
Nóvember var kaldari en venjulega og úrkoma minni. Snjór og frost
með nokkrum veðrum einkenna tíðarfarið. Varð að taka fé á gjöf fyrri
hluta mánaðarins. Óhagstætt tíðarfar einkenndi haustið.
Desember var kaldari en í meðallagi og úrkoman % meiri en í meðal-
lagh og helmingur úrkomunnar snjór. Gjaffellt fyrir sauðfé og færi slæmt
á fjallvegum. Árið endaði með björtu hægviðri og hita um frostmark.
Árið 1962 má teljast með lakari árum fyrir landbúnaðinn hvað tíðar-
far snertir.
17