Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 150
Athugun á matargæðum hefur farið fram og er niðurstaðan sú, að
bragðsbeztu kartöflurnar eru úr a-lið, en verstar úr d-lið.
Tilgangurinn með þessari tilraun er að rannsaka áhrif vaxandi N-
áburðar á matargæði kartaflna. Hin síðari ár hefur í vaxandi mæli verið
aukin notkun tilbúins árburðar á kartöflulönd og þá ekki sízt köfnunar-
efnis og hafa margir framleiðendur farið yfir eðlilegt áburðarmagn, sem
leitt hefur til þess, að gæði uppskerunnar hafa orðið minni, enda þótt
heildaruppskera kunni að vera meiri eins og þessi tilraun bendir til.
Vaxandi skammtar af NPK á kartöflur.
Increasing levels of N P K on Potatoes.
Uppskera söluhæfar kartöflur hk-g/ha.
Áburður kg/ha: NPK, 10—12—15 1961 1962 1961 8 ára
Akureyri, 73, ’56:
a. 600 21.6 18.1 47.6 134.5 100
b. 1200 20.6 17.4 63.5 148.3 110
c. 1800 19.3 16.8 97.7 170.0 126
d. 2400 18.4 17.1 91.8 181.4 134
E. 3000 17.4 16.6 134.4 182.4 135
Skriðuklaustur, 15. ’54. Þurrefni % Söluhæfar Meðalt. söluh. Hlutföll
1961 1962 1961 2 ára
a. 600 139.3 154.5 100
b. 1200 145.7 166.1 108
c. 1800 149.7 191.0 124
d. 2400 167.9 195.7 127
E. 3000 171.1 200.3 130
Tilraunin á Akureyri, 73. ’56, hefur staðið í 8 ár (sjá skýrslu 1960 bls. 101—103).
Meginmarkmið tilraunarinnar var að leita eftir hæfilegu áburðar-
magni á kartöflur. Eins og kemur í ljós af uppskeru- og hlutfallstölum fer
uppskeran sáralítið vaxandi fyrir stærstu skammtana í d- og E-liðum.
Má því segja, að niðurstaða þessarar tilraunar sé sú, að garðáburður eða
tilsvarandi magn af NPK gefi lítinn vaxtarauka umfram 2400 kg/ha, og
þar sem jarðvegur er frjór má gera ráð fyrir, að 1600—2000 kg/ha af
garðáburði sé hæfilegt áburðarmagn. Þá er rétt að benda á, að í lélegum
kartöfluárum kemur fram meiri munur á milli áburðarskammtanna og
148