Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 33
í miklum hrakningum, bæði í Borgarfirði, Eyvindarstaðaheiði og víðar.
Heyskapur var í góðu meðallagi að vöxtum og gæðum, en kartöflur voru
rýrar.
Október—desember. Október var hlýr, en úrkomusamur og veðra-
samur. Vindátt var nú meira suðaustlæg en í ágúst og september. Mörg
hvassviðri komu í mánuðinum, sem ollu nokkru trjóni í Reykjavík, Hafnar-
firði, Akranesi og víðar. I nóvember kólnaði mjög og setti niður talsverðan
snjó á hálendi og einnig nokkurn í byggð eftir 20. nóv.
Desember var aftur á móti fremur hlýr og úrkomusamur og tók upp
allan snjó á láglendi og var því snjólaust í byggð að kalla um áramótin.
Veðrið 1964.
Janúar—apríl. Janúar var mjög hlýr, 3,5° C meðalhiti, en úrkoma
mjög mikil, 279 mm. Ráðandi vindátt frá suðaustri til vesturs. Nýræktir
tóku jafnvel að gróa sem að vori og grænum lit sló á tún. Sama tíðarfar
hélzt allan febrúar, en úrkoma mikið minni en í janúar, 119 mm. Einu
frostin, sem komu í mánuðinum voru 1.-—5., en annars oftast frostlaust
allan sólarhringinn.
Marz var eindæma góður. Tún og trjágróður tóku á sig vorblæ og blóm
sprungu út í görðum, enda var meðalhiti mánaðarins 5,7° C og úrkoma
talsvert mikil. Svipuð tíð hélzt fram að miðjum apríl, en þá gerði norðan
kuldakast og dró það mjög úr vexti gróðurs, en annars var apríl hlýr þótt
hann væri 1,8° kaldari en marz.
Maí—september. Fyrri hluta maí var tíð köld og kom nokkur stöðnun
í vetrargróðurinn. tJrkoma var lítil og vorstörf gátu hafizt með fyrsta
móti, enda jörð klakalaus frá vetrinum. Síðari hluta maí var mjög góð
sprettutíð og tók þá gróður snögglega við sér. Sláttur hófst víða með fyrsta
móti.
Heyskapartíð var óhagstæð í júlí, en grasspretta var þá orðin ágæt.
Allmargar kuldanætur komu í júlí og fór hiti sums staðar niður fyrir
frostmark.
Fyrri hluti ágúst var hlýr, en síðari hluti mánaðarins var fremur
kaldur og vindur norðlægur. Urkoma var mjög lítil eða 11,2 mm. Urðu
því heyskaparlok mjög góð.
Norðlæg átt hélzt allan september, mikið sólfar, kalt og svo til alger-
lega úrkomulaust eða 2,4 mm. Margar frostnætur komu í mánuðinum.
31