Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 161
eða arfalitlu landi. Með því að raðsá kálinu í arfaland er mögulegt
að halda hreinu á niilli raða, en hvort tveggja er, að talsverð vinna er við
raðhreinsun svo vel sé og einnig þarf oft að grisja raðsáningu. Engum ill-
gresiseyðingarlyfjum er unnt að beita við fóðurkál af þeim lyfjum, sem
nú er völ á, þar scm þessar nytjajurtir eru tvíkímblöðungar, eins og aðal-
illgresið hér, arfinn, en varnarlyfin eyða yfirleitt öllum tvíkímblöðungum.
Álitlegustu fóðurkálstegundirnar má telja Silone rape, Rape kale og
English Giant Rape.
Til þess að tryggja góða uppskeru af fóðurkáli, þarf yfirleitt mikinn
áburð og að sá snemma. Að sjálfsögðu ber að hafa í huga, þegar fóðurkál
er notað, hvenær gert er ráð fyrir að beita það, og velja þá tegundir með
hliðsjón af því.
Fljótvöxnustu tegundirnar eru mustarður (sinaphus alba), sumar-
Raps (B. napus oleifera var. annua) og fleiri einærar tegundir.
Kálflugan veldur nokkrum skemmdum, einkum við raðsáningu, en
einnig þótt sé dreifsáð.
Fóðurkál hefur verið ræktað hjá bændum í vaxandi mæli undanfarin
ár og notað til haust-beitar við vaxandi vinsældir.
Sáðmagn af Silona rapsi.
Increasing levels of seed of Silona Raps.
Uppskera þurrefni hkg/ha.
Hvanneyri, 163. ’64: 1964
a. 3 kg af fræi, raðsáð 47.6
b. 3 — - — dreifsáð 37.0
c. 5 — - 41.9
d. 7 — - — — 47.4
Áburður kg/ha: 150 N, 180 P2O5, Efnamagn. % af þurrefni. 225 K2O.
Blöð: Prot. Ca P
a. 14.3 1.67 0.22
b. 14.5 1.26 0.24
c. 17.0 0.92 0.31
d. 14.0 1.23 0.26
159