Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 127
sænski stofninn Fylking frá Svalöf og kanadiski stofninn McDonald. Hafa
báðir þessir stofnar gefið mikla uppskeru samanborið við túnvingul og
randagras í þessari tilraun. Fylking hefur gefið betri uppskeru.
í tilrauninni á Hvanneyri, fyrsta uppskeruár 1964, eru reyndir þrír
stofnar af vallarsveifgrasi auk þeirra, sem eru á Skriðuklaustri, en þetta
er stofn frá Otofte og tveir stofnar amerískir. Uppskera er mikil af öllum
stofnum, en þó er mikill munur á uppskeru einstakra stofna, en of snemmt
er að gera sér grein fyrir niðurstöðu.
Samanburður á randagrasi, háliðagrasi og língresi.
Trials with strains of Phalares arundinacea, Alo-pecurus pratense and Agrostis.
Uppskera hey hkg/ha.
Hvanneyri, 124. ’62: 1963 1964 Meðaltal 2 ára
a. íslenzkt língresi 40.3 67.4 53.85
b. Ötofte — 30.7 64.9 47.80
c. Finnskt háliðagras 38.1 64.5 51.30
d. Háliðagras frá Laugarholti 42.3 63.9 53.10
Áburður kg/ha: 120 N, 67 P2O5,100 K2O.
í þessari tilraun eru bornir saman bæði einstakir grasstofnar og gras-
tegundir. Hér er tekinn stofn af ísl. língresi, sem safnað hefur verið af dr.
Sturlu Friðrikssyni, Atvinnudeildinni, og ennfremur er ísl. stofn af háliða-
grasi frá Laugarholti í Bæjarsveit, Borgarfirði, sem safnað var af Birni
Blöndal og sonum.
Auk þessara stofna eru svo þekktir erlendir stofnar, língresi frá Ötofte
í Danmörku, og finnskt háliðagras, sem hér hefur verið í fræblöndum um
árabil. Þetta finnska háliðagras er ekki einn ræktaður stofn heldur er
fræinu safnað af háliðagrassléttum (sjá skýrslu 1960, bls. 79).
Á þessu stigi þykir ekki ástæða til að gera nánari grein fyrir þessari
tilraun.
125