Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 30
í júlíbyrjun hlýnaði aftur og hófst þá túnasláttur. Þurrkar voru góðir
með köflum og spretta í góðu meðallagi. Hélzt góð tíð fram í miðjan ágúst,
en síðari hluti ágúst var bæði úrkomusamari og kaldari og ekki góð hey-
skapartíð.
September var hlýr og úrkomusamur, 145 mm. Suðaustanátt var ríkj-
andi og all veðrasamt. Heyskaparlok urðu góð, bæði að vöxtum og gæðum,
enda þótt hey hrektust nokkuð eftir miðjan ágúst. Kartöfluuppskera varð
í meðallagi.
Október—desember. Tíð var hagstæð í október, hlýtt en nokkuð úr-
komusamt. I lok mánaðarins setti niður snjó á hálendi, sem olli nokkrum
samgöngutruflunum. Frost komu ekki fyrr en tvo síðustu daga mánaðar-
ins. Nóvember var fremur hlýr, en umhleypingasamur og úrkoma mikil.
Síðustu vikuna gerði frost, sem héldust út desember. Urkoma var lítil og
yfirleitt hægviðrasamt. Færð hafði nokkuð þyngzt á fjallvegum. Mest voru
frostin 26.—30. des. á milli 10° og 20° C.
Veðrið 1962.
Janúar—apríl. Fyrstu 4 daga janúarmánaðar var hlýtt, en annars var
tíð mjög rysjótt og mörg hvassviðri komu í mánuðinum. Sama tíð hélzt
í febrúar, nema kaldari og enn meiri úrkoma. Janúar var með 208 mm og
febr. með 230 mm. Svellalög voru víða. I byrjun marz breytti um tíð og
gerði stillur og frost. Urkoma var því nær engin, 0,4 mm, og mælanleg
úrkoma aðeins 1 dag. Mun svo lítil úrkoma á þessum tíma árs vera mjög
sjaldgæf í Borgarfirði. Um 10. apríl hlýnaði mjög og hélzt svo. Byrjaði
að votta fyrir gróðri í lok mánaðarins, þrátt fyrir mikinn klaka í jörð.
Urkoma var mjög mikil.
Maí—september. Gróðri fór hægt fram í maí, enda klaki í jörð fram
eftir mánuðinum. Vegir voru víða slæmir. Vorstörf gengu seint. Tíð var
köld allan júní og grasspretta mjög sein og sums staðar kal í túnum.
Með júlí hlýnaði talsvert og hófst sláttur í byrjun mánaðarins og var
heyskapartíð sæmileg um Borgarfjörð. Svipuð tíð hélzt allan ágúst og var
grasspretta orðin allgóð. Ráðandi vindátt í ágúst var norðlæg.
r
Með september kólnaði talsvert og næturfrost kom hinn 10. Urkoma
var mikil. Heyskap lauk fyrri hluta mánaðarins og var hann í góðu meðal-
lagi, en uppskera í görðum var rýr. Hvassviðri gerði 22. og olli það nokkr-
um skaða á Suður- og Vesturlandi.
r
Október—desember. Tíð var mjög umhleypingasöm í október. Urkoma
28