Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 177
Með vaxandi skömmtum af kali-áburði, vex K % í uppskeru mjög
mikið. en jafnframt minnkar Ca, Mg og Na.
Ekki hefur komið í ljós teljandi vaxtarauki fyrir brennisteinskali
(K0SO4) samanborið við klórkali (KCl). Reyndir hafa verið tveir
skammtar, 60 og 120 kg/ha af KoO með 120 kg/ha N.
3. Þrír skammtar af Kjarna -— 0 — 40—80 — 120 kg/ha (og 60 kg
P2O5 og 75 kg K^O) hafa gefið vaxtarauka: 16 — 27 -— og 35 hkg/ha
hev.
Hvítsmári lifir ekki teljandi í graslendi, sem fær 80 kg/ha af N-áburði
eða meira um árabil.
Samanburður á þremur tegundum af N-áburði — Kjarna 33.5% N
(NH4NO3), Kalksaltpétri 15.5% N (Ca^NOs)^) og Stækju 20.5% N
((NH4) 2SO4), sýna þessi hlutföll í uppskeru: 100 — 98 — 90. Er hér
um 11—20 ára meðaltal að ræða. Kalksaltpétur hækkar verulega Kalsí-
um (Ca) magn í uppskeru.
A nokkrum árum sýrir Stækjan jarðveginn, svo að gróður breytist.
Sáðgresi, s. s. háliðagras og vallarfoxgras, hverfa, en í staðinn kemur lín-
gresi, snarrót, sveifgrös o. fl. og pH lækkar verulega frá um 6.2—4.8.
Kjarni lækkar lítillega pH, en ekki hefur orðið vart gróðurbreytinga
í tiíraunalandinu. Elztu tilraunir með Kjarna hafa þó staðið í 20 ár, og
er pH ennþá 5.8—6.2. Kalksaltpétur hækkar pH 6.2—6.9. Á Hvann-
eyri hefur Kalksaltpétur gefið vaxtarauka í súrum jarðvegi samanborið
við Kjarna og ennfremur breytt gróðurfari.
Reyndir hafa verið fjórir dreifingartímar með Kjarna. Fyrsti dreif-
ingartíminn um 10. maí, 2. 20. maí, 3. 30. maí og 4. 10. júní. Uppskeru-
hlutföll fyrir dreifingartímana eru þessi að meðaltali: 100 — 98 — 94
— og 92. Hagkvæmt er að skipta 150 kgN skammti og stærri.
4. Mjög greinilegar víxlverkanir hafa komið í ljós í tilraunum með
kali- og fosfóráburð eftir planinu: N, NP, NK og NPK.
5. Tilraunir með vaxandi skammta af N P K (þar sem hver skammtur
er 45 kg N, 30 P^Og og 40 K^O) upp í 180 kg/ha N, hafa sýnt að upp-
skera vex fyrir hvern skammt, en aukningin fer minnkandi, þannig að
fvrsti skammturinn gefur mestan vaxtarauka. Það hefur einnig komið í
ljós, að uppskera stærstu áburðarskammtana fer minnkandi því fleiri ár,
sem tilraunin stendur, en veðurfar getur að sjálfsögðu átt þátt í þeirri
niðurstöðu.
Tilraunir með vaxandi skammta af N P K (hver skammtur er 75 kg N,
175