Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 15
Veðrið 1963.
í janúar og febrúar voru fremur lítil frost og snjólétt. í marz og fyrri-
hluta apríl var hinsvegar hlýtt, en allmikill norðaustan strekkingur. I
páskavikunni gerði hvassviðri af norðaustri með snjókomu og 10—15°
frosti, voru þá verstu veður. Um 20. apríl gerði aftur þíðviðri og var gott
veður það sem eftir var mánaðarins. 28. marz varð vart allsnarps jarð-
skjálftakipps, nokkrir smærri fylgdu á eftir.
Maí—september. Maí var kaldur, en úrkomusamur og skráðir úr-
komudagar 16. Seint greri söknm kulda. Með júní byrjun hlýnaði mikið
í veðri og fór nú gróðri fljótt fram. Fyrsti og síðasti hluti júlí voru hlýir,
en miðhluti mánaðarins var kaldur. Ekki voru stórfelldar rigningar í júlí,
en oft gerði smáskúri. Heyskapur byrjaði seint og gekk heldur stirðlega í
júlí, allhvasst var síðari hluta mánaðarins og eins fyrstu daga ágúst. Olli
það nokkru heytapi. Um miðjan september rigndi mikið, annars var mán-
uðurinn hlýr.
Október—desember. Október var hlýr en votviðrasamur, rigndi flesta
daga eitthvað, yfirleitt var hægviðri. Með nóvemberkomu kólnaði heldur
í veðri, en þó voru væg frost allan mánuðinn. Dálítið föl gerði um miðjan
mánuðinn og hélzt það að mestu út árið, að vísu gerði smá hlýinda kafla
í desember og tók þá snjóa, en smá föl gerði aftur um jólin. Frost voru
yfirleitt væg.
Veðrið 1964.
Janúar—apríl. Veturinn var mildur, hægviðri var mestan hluta þessa
tíma, vindátt nokkuð breytileg, en þó óvenju mikið um suðlæga og vest-
r
læga átt. Logndagar voru allmargir og er slíkt fátítt hér. I marz voru sér-
staklega góðir dagar og fór hiti yfir 10°, aðeins 3 frostnætur komu í mán-
uðinum og mældist það aðeins við jörð, tún tóku að grænka. Apríl var
hinsvegar mikið kaldari, frost var þó óverulegt, tún gránuðu aftur. Ekki
er hægt að segja að snjóa festi allan þennan tíma.
Maí—september. Fyrri hluti maí var kaldur, en síðari hlutinn var
hlýrri og upp úr 20. voru tún orðin algræn. Lítið rigndi og oftast hægviðri.
í fyrrihluta júní voru hægviðri og sæmilega hlýtt, en ekkert rigndi fyrr en
eftir miðjan mánuð, þá rigndi líka talsvert og tún spruttu fljótt. Fyrstu
daga júlí var hægt að hefja slátt, en júlí var votur þetta árið og rigndi
meira en annanhvern dag. Hlýtt var í veðri og spratt því mjög mikið, en
heyskapur gekk seint vegna óþurrka. Agúst var mikið þurrari, þó rigndi
13