Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 79
Ef litið er á % P og K í uppskeru kemur í ljós á öllum stöðvunum,
að P í a- og c-liðum er orðið lágt, 0.16—0.20 í 1. og 2. slætti. Á Sáms-
stöðum er þó P % 1963 í 1. slætti, 0.24 í a og 0.23 í c.
Kalí-magnið er hins vegar breytilegt. Á Akureyri er það t. d. 0.95 í
a- og b-liðum 1963 í 1. slætti, en samt er K takmarkandi fyrir uppskeru.
Á Sámsstöðum er K-magnið í a- og b-liðum 1963 í 1. slætti 1.79 og 1.16.
Á Reykhólum eru tilsvarandi tölur 0.74 og 0.42, en þó takmarkar K ekki
uppskeruna eins og á Akureyri.
Það kemur fram í þessari tilraun eins og öðrum, að upptaka af Mg
og Na er meiri þar sem skortur er á K og P.
Mismunandi magn af fosfór- og kalí-áburði.
Increasing levels of phosphotic and potash fertilizers.
Uppskera hey hkg/ha.
a b c d e f
P2O5 kg/ha: 0 60 90 120 120 120
K2O kg/ha: 0 150 150 150 100 50
Akureyri, 12. ’53, 1961: 52.5 61.8 69.5 66.7 71.8 60.9
1963: Lögð niður
Meðaltal 9 ára: 61.13 74.67 79.58 83.95 75.22 72.80
Sámsstaðir, 15. ’53, 1961: 53.4 68.4 73.3 67.9 74.1 73.8
1962: 34.2 66.4 61.7 60.0 63.3 65.4
1963: Lögð niður
Meðaltal 10 ára: 52.18 68.69 67.86 67.79 68.41 71.49
Skriðuklaustur, 24. ’54, 1961: 61.1 74.6 79.6 73.6 81.4 83.2
1962: Lögð niður
Meðaltal 7 ára: 54.05 65.69 66.81 66.43 70.23 72.67
Grunnáburður kg/ha: 120 N.
Tilgangurinn með þessari tilraun var að leita eftir, hvort stórir
skammtar af fosfór og kalí-áburði með 120 kg N gæfu vaxtarauka. Stærstu
skammtamir 120 P2O5 og 150 K20 voru valdir sem hugsanlegt hámark
miðað við 120 kg N.
Á Akureyri er vaxandi uppskera í b-, c- og d-liðum fyrir P-skammtana
60—90 og 120, en svo fer uppskeran minnkandi í e- og f-liðum, þannig
að stærstu skammtarnir af P og K, þ. e. d-liður gefur mesta uppskeru.
77