Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 176
Samandregið yfirlit
Summary.
í þessari tilraunaskýrslu eru niðurstöður frá fimm tilraunastöðvum:
Akureyri, Reykhólum, Sámsstöðum, Skriðuklaustri og Hvanneyri. Til-
raunaniðurstöður eru frá árunum 1961—1964, og jafnframt eru meðal-
tal úr tilraunum, sem eldri eru en frá 1961.
1 þessari skýrslu eru tilraunir með grasrækt, áburðarnotkun, gras-
stofna ræktunaraðferðir, beitarjurtir, bygg- og hafrarækt, kartöflurækt og
eyðingu illgresis. Þá er ennfremur veðuryfirlit.
1. A Akureyri og Sámsstöðum hafa tilraunir með fosfóráburð sýnt,
að fosfór — P magn í uppskeru fer í lágmark á 10—15 árum, þegar eng-
inn fosfóráburður er borinn á, ef N-áburður er um 70 kg/ha. I tilraunum
með fosfóráburð gefur 51 kg/ha af P2O5 á Akureyri 22.9 hkg/ha hey
í vaxtarauka og á Sámsstöðum 28.5 fyrir 60 kg/ha P2O5.
Lágmarksinnihald af P-fosfór í grasi, virðist vera um 0.12% af þurr-
efni. Meðalmagn af P er um 0.30%.
Þegar fosfór fer að takmarka uppskeru, breytist gróður, sáðgresi
s. s. vallarfox- og háliðagras, hverfur smátt og smátt, en í staðinn verður
ríkjandi gróður túnvingull, sveifgrös, língrös, snarrót o. fl. tegundir.
r
A sumum mýrartúnum á Hvanneyri er óvenjulega mikill skortur á
fosfór, svo að nytjagróður festir ekki rætur í nýbrotnu landi, sem engan
fosfór-áburð fær í upphafi ræktunar. Með 120 kg/ha N-áburði virðist
60 kg/ha P2O5 vera hæfilegur skammtur bæði á mólendi og mýrarjarð-
vegi.
Vordreifing á fosfór er betri en haustdreifing. Ekki virðist mikill
munur á því, hvort stórir byrjunarskammtar af fosfór eru bornir ofan á
landið, eftir sáningu, eða blandað í vinnsludýpt með tætara.
2. Hæfilegur skammtur af kali-áburði með 120 kg/ha N, virðist í
flestum tilvikum vera um 80 kg/ha af K2O. Vaxtarauki fyrir þennan
kaliskammt er 10—12 hkg/ha hey. Frá þessari niðurstöðu hafa þó ver-
ið undantekningar á Hvanneyri og Reykhólum.
174