Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 118
Túnvingull, Ötofte I....................... 13.0%
Hálíngresi, canadiskt....................... 7.0%
Hásveifgras, Ötofte ........................ 9.0%
Vallarsveifgras, Kentucky, Can............. 10.5%
Axhnocíapuntur, danskur .................... 1.5%
Rauðsmári, Trífólíum I ..................... 4.0%
100.0%
Frá þessari tilraun er skýrt allítarlega í skýrslu 1960, bls. 72—74.
Tilgangurinn með því að gera samanburð á þessum 5 fræblöndum var að
leita eftir, hvort fáar grastegundir í hverri blöndu gæfu sambærilega upp-
skeru við algengustu fræblöndur. í tilrauninni er 5. liður S.Í.S. blanda,
hin alm. fræblanda, sem hefur innihaldið flestar þær tegundir, sem hér
eru reyndar. Segja má, að það hafi verið ríkjandi skoðun um árabil að
hafa margar grastegundir í hverri fræblöndu. Þar hefur verið blandað
saman bæði snemmsprottnum tegundum, s. s. vallarfoxgrasi, háliðagrasi
o. fl., og síðsprottnum tegundum, s. s. túnvingli, vallarsveifgrasi o. fl.
Með þessum fjölskrúðugu fræblöndum var ætlunin að nýta sprettutímann
og tryggja þéttari gróður á nýræktum.
Það var einnig sjónarmið við skipulagningu þessarar tilraunar að taka
tillit til frækostnaðar í ha eða pr. kg af fræblöndu.
Niðurstaða þessarar tilraunar er sú, að alm. blanda S.Í.S. hefur gefið
lægsta uppskeru á Akureyri að meðaltali í 5 ár og 3—4 grastegundir í
fræblöndu hafa gefið betri uppskeru. Á Sámsstöðum er munurinn mjög
lítill. Þar gefur Blanda 3 mesta uppskeru. Það hefur komið í ljós, að enda
þótt ekki sé sáð túnvingli eða vallarsveifgrasi, þá koma þessar tegundir
smátt og smátt í nýræktina (sjá skýrslu 1960, bls. 71), sé N-áburður hóf-
legur, ca. 100—120 kg/ha.
Niðurstaða þessara tilrauna hefur leitt til þess, að nú eru yfirleitt
færri frætegundir í grasfræblöndum en áður var og eru fræblöndurnar
jafnframt ódýrari.
Árið 1966 eru fræblöndur S.Í.S. þessar:
A-blanda
50% vallarfoxgras
30% túnvingull
20% vallarsveifgras
B-blanda
40% háliðagras
35% túnvingull
15% skriðlíngresi
10% vallarsveifgras
C-blanda
60% rýgresi
40% axhnoðapuntur
Til samanburðar má líta á A-bl. S.Í.S. 1956, sem áður er greint frá.
116